2010–2019
Til komi þitt ríki
Apríl 2015


Til komi þitt ríki

Að sjá og trúa á kraftaverk Drottins er hann byggir upp ríki sitt hér á jörðu getur hjálpað okkur að sjá og trúa að hönd Drottins er einnig að verki í lífi okkar.

Er við vorum að syngja þá kom sú hugsun í huga mér að á þessu andartaki eru hundruðir þúsunda, mögulega milljónir, trúaðra heilagra í ríflega 200 löndum og á 75 dásamlegum tungumálum1 sameinuð í að láta Guð heyra raddir okkar syngja:

Kom, kóngur konunganna brátt,

því komu biðin er oss löng,

með þína líkn og læknismátt

og leið vorn frelsissöng.2

„Kom, kóngur konunganna“3 Við erum mjög stór heimslæg fjölskylda af trúuðum lærisveinum Drottins Jesú Krists.

Við höfum tekið á okkur nafn hans og meðtökum sakramentið í hverri viku og lofum að við munum hafa hann ávallt í huga og halda boðorð hans. Við erum langt frá því að vera fullkomin og tökum trú okkar ekki léttilega. Við trúum á hann. Við tilbiðjum hann. Við fylgjum honum. Okkur virkilega þykir vænt um hann. Málstaður hans er sá stórkostlegasti í heiminum.

Við lifum, bræður og systur, á þeim tímum sem eru undanfari seinni komu Krists, tímar sem trúfastir hafa beðið eftir í gegnum aldirnar. Við lifum á tímum stríða og heyrum fréttir af stríðum, tímum náttúruhamfara og tímum þegar heimurinn togast í allar áttir af ringulreið og uppnámi.

Við lifum hins vegar einnig á dásamlegum tímum endurreisnarinnar, þegar verið er að breiða fagnaðarerindið út um allan heim - á tímum sem Drottinn lofaði okkur að hann myndi „vekja … til handa hreinan lýð“4 og „[vopna með] réttlæti og krafti Guðs í mikilli dýrð.“5

Við fögnum á þessum dögum og biðjum þess að við getum tekist á við áskoranir okkar og óvissu af hugrekki. Erfiðleikar sumra eru alvarlegri en annara en enginn okkar er friðhelgur. Öldungur Neal A. Maxwell sagði við mig eitt sinn: „Ef allt er þér í hag á þessari stundu, bíddu þá aðeins.“

Jafnvel þó að Drottinn hefur ítrekað fullvissað okkur um að við „[þurfum] ekki að óttast,“6 þá er ekki alltaf auðvelt að hafa skýra sjón á því sem er handan þessa heims þegar maður er í miðju mótlætisins.

Thomas S. Monson forseti kenndi mér mikilvæga lexíu varðandi það að hafa eilífðarsýn.

Fyrir átján árum síðan var ég að ferðast í lest um Sviss með Monson forseta og ég spurði hann um hans þungu ábyrgðarskyldur. Svar hans styrkti trú mína. „Í Æðsta forsætisráðinu,“ sagði hann, „gerum við allt sem við getum til að færa verkið áfram.“ Þetta er samt verk Drottins og hann stjórnar því. Hann er við stjórnvölinn. Við undrum okkur á því þegar við sjáum hann opna dyr sem við getum ekki opnað og framkvæma kraftaverk sem við getum varla ímyndað okkur.“7

Bræður og systur, að sjá og trúa á kraftaverk Drottins er hann byggir upp ríki sitt hér á jörðu getur hjálpað okkur að sjá og trúa að hönd Drottins er einnig að verki í lífi okkar.

Drottinn hefur sagt: „Ég er fær um að leysa verk mitt af hendi.“8 Við reynum öll að gera okkar hluta en hann er arkitektameistarinn. Hann skapaði heiminn undir handleiðslu föður síns. „Allir hlutir voru af honum gerðir, og án hans varð ekkert gjört af því sem gjört var.“9 Þar sem við erum andlega vakandi og vökul þá sjáum við hönd hans þvert yfir heiminn og við sjáum hönd hans í okkar persónulega lífi.

Ég nefni dæmi.

Árið 1831 þegar það voru einungis 600 þegnar kirkjunnar, þá sagði Drottinn:„Lyklar Guðs ríkis eru afhentir manni á jörðu, og þaðan skal fagnaðarerindið breiðast út til endimarka jarðar, líkt og steinninn, sem losaður er úr fjallinu án þess að hendur komi nærri, mun áfram velta, uns hann hefur fyllt alla jörðina.“10

Spámaðurinn Nefí sá fyrir að það á okkar dögum myndu vera „fáir“ þegnar kirkjunnar í samanburði við fjölda jarðarbúa en að þeir myndu verða „um allt yfirborð jarðar.“11

Þrjú falleg dæmi um hönd Drottins við að setja á fót ríki sitt eru musterin sem Monson forseti tilkynnti í dag. Hver hefði geta ímyndað sér musteri á Haíti, Tælandi og Fílabeinsströndinni fyrir fáeinum áratugum?

Staðsetning musteris er ekki ákvörðun um hentuga landfræðilega staðsetningu. Staðsetninguna fær spámaður Drottins að vita með opinberun frá Drottni, sem gefur til kynna mikið starf sem þarf að vinna og viðurkenning á réttlæti hinna heilögu sem munu þykja vænt um og annast hús hans um kynslóðir.12

Thomas S. Monson of the Quorum of the Twelve Apostles, visiting Haiti.  On April 17, 1983 he dedicated Haiti for the preaching of the gospel and also dedicated a site for the first meetinghouse to be built in Haiti.  It was the first visit to the island by a member of the Quorum of the Twelve.  (Ensign Aug. 1983, p. 79; Church News, May 22, 1983, p. 4)
A group of Missionaries with Elder Andersen

Kona mín, Kathy, og ég, heimsóttum Haítí fyrir einungis tveimur árum síðan. Hátt upp á fjalli, með sýn yfir alla Port-au-Prince, sameinuðumst við hinum heilögu í Haítí í að minnast þess þegar öldungur Thomas S. Monson vígði landið 30 árum áður. Ekkert okkar mun nokkurn tíma gleyma hinum hörmulega jarðskjálfta sem varð árið 2010 á Haíti. Kirkjan hefur haldið áfram að vaxa hjá þessari eyþjóð, með trúföstum kirkjuþegnum og hugrakkri sveit trúboða, sem samanstendur að mestu leiti af Haítíbúum. Trú minni er lyft við að sjá fyrir mér hina réttlátu heilögu Guðs, klædda í hvítt, með krafti hins heilaga prestdæmis til að stýra og framkvæma helgiathafnir í húsi Drottins.

Sathit and Juthamas Kaivaivatana of Bangkok Thailand.
President Kaivaivatana and other members of the Thailand Bangkok Thailand North Stake leadership..

Hver hefði geta ímyndað sér hús Drottins í hinni fallegu borg Bangkok? Í þessu Búddatrúarlandi eru einungis þrjú prósent landsmanna kristin. Líkt og á Haíti, þá safnar Drottinn saman hinum kjörnu í Bangkok. Þegar við vorum þar fyrir nokkrum mánuðum síðan þá hittum við Sathit og Juthamas Kaivaivatana og trúföst börn þeirra. Sathit gekk í kirkjuna þegar hann var 17 ára og þjónaði í trúboði í sínu heimalandi. Seinna hitti hann Juthamas í eldrideild Trúarskólans og þau voru innsigluð í Manila musterinu á Filippseyjum. Árið 1993 lentu Kaivaivatana hjónin í árekstri þar sem ökumaður vörubíls, sem keyrði á þau, hafði sofnað undir stýri. Sathit lamaðist frá brjósti og niður. Trú þeirra hefur aldrei flöktað. Sathit er vinsæll kennari í Alþjóðaskólanum í Bangkok. Hann þjónar sem stikuforseti níundu stikunnar í Bangkok í Tælandi. Við sjáum kraftaverk Guðs í undursamlega starfi hans og í persónulegu lífi okkar.

Couples in the Ivory Coast

Ekki er hægt að segja frá kraftaverkum kirkjunnar á Fílabeinsströndinni án þess að nefna nöfn tveggja hjóna. Philippe og Annelies Assard og Lucien og Agahte Affoue. Þau gengu í kirkjuna sem ung nýgift hjón, annað parið í Þýskalandi og hitt í Frakklandi. Á níunda áratugnum þá fannst Philippe og Lucien að þeir ættu að fara aftur til föðurlands síns með þeim tilgangi að byggja upp ríki Guðs. Það krafðist óvenjulegrar trúar fyrir systur Assard, sem er þýsk, að yfirgefa fjölskyldu sína og að samþykkja að bróðir Assard myndi hætta í vinnu sinni sem farsæll vélaverkfræðingur. Pörin hittust í fyrsta sinn á Fílabeinsströndinni og hófu sunnudagaskóla. Þetta var fyrir 30 árum. Það eru nú átta stikur og 27.000 meðlimir í þessu fallega afríska landi. Affoues hjónin halda áfram að þjóna á göfugan hátt og einnig Assards hjónin, sem eru nýkomin frá því að þjóna í trúboði við Accra musterið í Ghana.

Getið þið séð hönd Guðs vinna við að færa starf hans áfram? Getið þið séð hönd Guðs í lífum trúboðanna á Haíti eða Kaivaivatana í Tælandi? Getið þið séð hönd Guðs í lífum Assards og Affoues hjónanna? Getið þið séð hönd Guðs í ykkar eigin lífi?

„Og í engu misbýður maðurinn Guði,… nema þeim, sem ekki játa hönd hans í öllu.“13

Kraftaverk Guðs eru ekki bara að gerast á Haítí, í Tælandi eða á Fílabeinsströndinni. Lítið í kringum ykkur.14 „Guð man sérhverja mannveru, …Já, hann hefur tölu á fólki sínu, og hjartans miskunnsemi hans er yfir allri jörðunni.“15

Stundum getum við séð hönd Drottins í lífum annarra en veltum því fyrir okkur: „Hvernig get ég betur séð hönd hans í mínu lífi?“

Frelsarinn sagði:

„Efist ekki“16

„Óttast ekki.“17

„Og ekki fellur einn [spörfugl] til jarðar án vitundar föður yðar.

Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar.“18

Minnist unga mannsins sem hrópaði til spámannsins Elísa er þeir voru umkringdir óvininum: „Æ, herra minn, hvað eigum við nú til bragðs að taka?“19

Elísa svaraði:

Óttast eigi því að fleiri eru þeir, sem með okkur eru, en þeir, sem með þeim eru.

Og Elísa gjörði bæn,…: „Drottinn, opna þú augu hans, svo að hann sjái. Þá opnaði Drottinn augu sveinsins, og sá hann þá, að fjallið var alþakið hestum og eldlegum vögnum hringinn í kring um Elísa.“20

Er þið haldið boðorðin og biðjið í trú um að sjá hönd Drottins í lífi ykkar, þá lofa ég ykkur að hann mun opna andleg augu ykkar betur og þið munið sjá skýrar að þið eruð ekki ein.

Ritningarnar kenna að við eigum að „[standa stöðug] í trúnni á það, sem koma mun.“21 Hvað er að koma? Frelsainn bað:

„Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn,

til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.“22

Við sungum rétt í þessu „Kom, kóngur konunganna.“

Trú okkar vex er við væntum þess dýrðlega dags er frelsarinn snýr aftur til jarðar. Hugsunin um komu hans hreyfir við hjarta mínu. Það verður spennandi! Umfangið og stórfengleikinn, magnið og mikilfengleikinn mun fara fram úr nokkru því sem jarðnesk augu hafa nokkurn tíma séð eða reynt.

Þann daginn kemur hann ekki vafður reifum, liggjandi í jötu,23 heldur mun hann birtast „í skýjum himins, [íklæddur] veldi og mikilli dýrð, ásamt öllum hinum heilögu englum.“24Við munum heyra „höfuðengils raust og með básúnu Guðs.“25 Sólin og tunglið munu umbreytast og „stjörnurnar munu kastast úr stað.“26 Þú og ég eða þeir sem fylgja okkur, „hinir heilögu …frá öllum jarðarskautum.“27 „munu glæddir verða og hrifnir upp til móts við hann.“28  Þeir sem hafa dáið í réttlæti munu einnig „hrifnir upp til móts við hann mitt [til] himins.“29

Síðan kom að því sem virtist ómöguleg reynsla: Drottinn segir: „allt hold mun saman sjá mig.“30 Hvernig getur það gerst? Við vitum það ekki. Ég vitna að það mun samt gerast - nákvæmlega eins og því hefur verið spáð. „Og Drottinn mun hefja raust sína, og öll endimörk jarðar munu heyra hana.“31 „Og rödd hans verður sem rödd margra vatna og rödd sterkrar þrumu.“32 „Og Drottinn, sjálfur frelsarinn, mun standa mitt á meðal fólks síns.“33

Það munu verða ógleymanlegir endurfundir engla himnanna og hinna heilögu á jörðinni.34 Mikilvægast þó, eins og Jesaja sagði: „öll endimörk jarðarinnar skulu sjá hjálpræði Guðs vors.“35 og hann mun „ríkja yfir öllu holdi.“36

Á þeim degi mun efasemdamennirnir vera hljóðir, „því að hvert eyra skal heyra það og hvert kné beygja sig og hver tunga viðurkenna,“37 að Jesús er Kristur, sonur Guðs, frelsari og lausnari heimsins.

Í dag eru páskar. Við fögnum með kristnum mönnum hvarvetna í heiminum dýrðlegri upprisu hans og loforði okkar um upprisu. Megum við undirbúa okkur undir komu hans með því að fara yfir þessa dýrðlegu atburði aftur og aftur í huga okkar og með þeim sem við elskum og megi bæn hans vera bæn okkar: „Til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.“38  Ég ber vitni um að hann lifir. „Kom, kóngur konunganna.“ Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Þótt aðalráðstefna sé þýdd yfir á 94 tungumál, þá eru þýðingar ekki sendar stöðugt á öllum þeim tungumálum og ekki fyrir alla ráðstefnuhlutana. Á sunnudagssíðdegishluta þessarar aðalráðstefnu eru 75 tungumál send út beint.

  2. „Kom, kóngur konunganna“ Sálmar, nr 15.

  3. Ég fékk tölvupóst frá Æðsta forsætisráðinu þriðjudaginn 31. mars 2015 um að ég myndi tala á sunnudagssíðdegishlutanum hinn 5. apríl strax á eftir sálminum „Kom, kóngur konunganna.“ Texti þessa dásamlega sálms endurreisnarinnar, er eftir Parley P. Pratt, og er auðmjúk bæn til frelsarans um að koma til jarðarinnar. Textinn innifelur boðskap minn í þessari ráðstefnuræðu kannski betur en nokkur annar sálmur sem við syngjum. Það hafði mikil áhrif á mig mikilvægið að trúa að hinir heilögu alls staðar sameinaðir á páskadagsmorgni, syngjandi einrödduð til Guðs: „Kom, kóngur konunganna“ Löngum höfum við beðið eftir þér.“ Ég íhugaði ef þau sem bera ábyrgð á vali tónlistarinnar hefðu lesið ræðuna mína sem ber heitið „Til komi þitt ríki“ og hefðu síðan valið þennan sálm um síðari komu frelsarans, vitandi að ég hafði engin áhrif á val tónlistarinnar á aðalráðstefnu. Síðar komst ég að því að stjórnendur Laufskálakórsins hefðu stungið upp á þessum sálmi við Æðsta forsætisráðið snemma í mars, vikum áður en ég sendi ræðu mína fyrir þýðingu til Æðsta forsætisráðsins. „Kom, kóngur konunganna“ var síðast sunginn sem millisálmur á aðalráðstefnu í október 2002. Við gerum okkar besta en hann er yfirarkitektinn.

  4. Kenning og sáttmálar 100:16.

  5. 1{nbNe 14:14.

  6. Kenning og sáttmálar 10:55.

  7. Persónuleg reynsla, maí 1997.

  8. 2{nbNe 27:20.

  9. Jóh 1:3.

  10. Kenning og sáttmálar 65:2.

  11. 1{nbNe 14:12.

  12. Haustið 2001, er ég bjó í Brasilíu, sagði ég James E. Faust, í Æðsta forsætisráðinu, áhugasamur frá mörgum staðreyndum um hina heilögu sem áttu heima í borginni Curitiba, í þeirri von að hann segði Gordon B. Hinckley forseta frá þessu líka. Faust forseti stöðvaði mig í miðri setningu. „Neil,“ sagði hann, „við þrýstum ekki á forsetann. Ákvörðunin um hvar musteri eru byggð eru milli Drottins og spámanns hans.“ Curitiba-musterið í Brasilíu var vígt árið 2008.

  13. Kenning og sáttmálar 59:21.

  14. Eitt af hinum stórkostlegu kraftaverkum Drottins er flutningur ríkis hans yfir þver Bandaríkin og inní borgir og bæi í hverju ríki. Hér er eitt dæmi. Í maí 2006 var mér gefið það verkefni að fara á stikuráðstefnu í Denton, Texas. Ég dvaldi á heimili stikuforsetans Vaughn A. Andrus, forseta. Systir Andrus sagði mér frá fyrstu árum kirkjunnar í Denton, allt frá foreldrum hennar John og Margaret Porter. Í upphafi var þar einungis sunnudagaskóli. Porter fjölskyldan deildu fagnaðarerindinu með Ragsdale fjölskyldunni sem deildi því svo áfram með Noble og Martino fjölskyldunum. Að sjálfsögðu bættu svo trúboðarnir við þeirra merka framlagi. Margar fjölskyldur gengu í kirkjuna. Aðrir fluttu að vestan til Denton. Í dag eru nú fjórar stikur þar sem áður var fámenn grein og einn af sonum Martinos, öldungur James B. Martino, sem gekk í kirkjuna 16 ára gamall, þjónar sem aðalvaldhafi kirkjunnar.

  15. Alma 26:37.

  16. Matt 21:21.

  17. Mark 5:36.

  18. Matt 10:29, 31.

  19. 2{nbKon 6:15.

  20. 2{nbKon 6:16–17.

  21. Mósía 4:11.

  22. Matt 6:9–10; sjá einnig K&S 65:6.

  23. Lúk 2:12.

  24. Kenning og sáttmálar 45:44.

  25. 1 Þess 4:16.

  26. Kenning og sáttmálar 133:49.

  27. Kenning og sáttmálar 45:46.

  28. Kenning og sáttmálar 88:96.

  29. Kenning og sáttmálar 88:97.

  30. Kenning og sáttmálar 101:23.

  31. Kenning og sáttmálar 45:49.

  32. Kenning og sáttmálar 133:22.

  33. Kenning og sáttmálar 133:25.

  34. Sjá HDP Móse 7:63.

  35. Jes 52:10.

  36. Kenning og sáttmálar 133:25.

  37. Kenning og sáttmálar 88:104.

  38. Matt 6:10.