2010–2019
Að leita Drottins
Apríl 2015


Að leita Drottins

Er við dýpkum skilning okkar á frelsaranum þá munum við hafa aukna þrá eftir því að lifa hamingjusöm og sannfæringu um að hægt er að njóta gleði.

Kæru bræður mínir og systur, það er af mikilli gleði sem ég stend frammi fyrir ykkur er við tökum þátt í þessari aðalráðstefnu saman. Það hefur verið mér sjálfum, systur Teixeira og fjölskyldu minni ómælanleg blessun að hlusta á orð visku, ráðlegginga, huggunar og varúðar á aðalráðstefnum í gegnum árin.

Á þessum sérstaka árstíma, sérstaklega á þessum páskasunnudegi, get ég ekki annað en íhugað mikilvægi kenninga frelsarans og góðlátlegt og kærleiksríkt fordæmi hans í mínu lífi.

Dýpri skilningur á Jesú Kristi mun veita okkur meiri von gagnvart framtíðinni og, þrátt fyrir ófullkomleika okkar, meira sjálfstraust til að ná réttlátum markmiðum okkar. Hann mun einnig veita okkur meiri þrá til að þjóna náunga okkar.

Drottinn sagði: „Beinið öllum hugsunum yðar til mín. Efist ekki, óttist ekki.“1 Það er daglegt verkefni og vel þess virði að leita Drottins og upplifa nærveru hans.

Bræður og systur, í dag meira en nokkru sinni fyrr, höfum við framúrskarandi tækifæri og heimilidir við höndina til að dýpka skilning okkar á kenningum Jesú Krists og friðþægingu hans. Við munum geta lifað árangursríku lífi uppfullu af gleði ef við notum þessar heimildir á viðeigandi hátt.

Frelsarinn sagði, í myndlíkingu sinni um vínviðinn og greinarnar: „Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér.“2

Því betur sem við skiljum hið sérstaka hlutverk sem Kristur spilar í lífi okkar, því meðvitaðri verðum við um tilgang okkar hér í jarðlífinu, sem er að öðlast gleði. Þessi gleði kemur hins vegar ekki í veg fyrir að við upplifum áskoranir og erfiðleika, jafnvel svo mikla og flókna að það fær okkur til að hugsa að ekki sé hægt að öðlast hamingju í slíkum kringumstæðum.

Ég veit af eigin reynslu að gleðin sem hlýst við að lifa í réttlæti og hlýðni við Krist getur haldið áfram þrátt fyrir mótlætið sem einkennir jarðlífið. Í rauninni auðgar, fínpússar og leiðir slíkt mótlæti okkur að dýpri skilningi um tilgang tilveru okkar og friðþægingar Jesú Krists. Vissulega er einungis hægt að öðlast fyllingu gleðinnar með Jesú Kristi.3

Hann sagði: „Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.“4

Ég tel að er við dýpkum skilning okkar á frelsaranum þá munum við hafa aukna þrá til að lifa glaðlega og sannfæringu um að hægt er að njóta gleði. Við munum, þar af leiðandi, hafa meiri getu til að takast á við dag hvern af meiri eldmóð til lífsins og til að halda boðorð Guðs, jafnvel í erfiðum aðstæðum.

Við skulum ekki fresta fram á morgun því sem við getum gert í dag. Við þurfum að koma til Krists núna vegna þess að „ef [við] þess vegna [trúum honum, munum við] vinna meðan enn heitir í dag.“5

Á hverjum degi ættum við að íhuga að samræma líf okkar kenningum Krists. Lítil og einföld dagleg góðverk og gjörðir munu:

  1. Dýpka skilning okkar á mikilvægi Drottins í lífi okkar og

  2. Hjálpa okkur að miðla þessum skilning til hinnar upprennandi kynslóðar, sem munu sannarlega finna elsku himnesks föður og sonar hans, Jesú Krists, þegar hún sér fordæmi okkar er við lifum einlæglega í samræmi við fagnaðarerindið.

Hver er sú einfalda breytni, nú á tímum, sem getur virkað sem smyrsli fyrir sálir okkar til styrktar vitnisburði okkar á Kristi og hlutverki hans.

Woman on a train with a cell phone illuminating her face.

Ljósmynda samkeppni sem National Geographic stóð fyrir í fyrra dró að sér 9.200 umsóknir frá atvinnuljósmyndurum og áhugamönnum frá rúmlega 150 löndum. Ljósmyndin sem sigraði sýnir konu í miðjum lestarvagni, umkringd farþegum. Ljósið frá farsíma hennar lýsir upp andlit hennar. Hún sendir skýr skilaboð til hinna farþeganna: Þrátt fyrir að vera líkamlega í lestinni þá er hún í rauninni ekki þar.6

4G, snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa virkilega breytt tilveru okkar í heiminum og hvernig við eigum samskipti við annað fólk.

Á þessari rafrænu öld getum við fært okkur svo snögglega til staða og athafna sem geta skyndilega fjarlægt okkur frá því sem nauðsynlegt er lífi sem er uppfullt varanlegri gleði.

Þetta líf netkerfa, ef látið er hömlulaust, getur látið sambönd við fólk sem við þekkjum ekki eða höfum aldrei hitt, fá forgang fram yfir það þá sem við lifum með – okkar eigin fjölskyldu!

Á hinn bóginn vitum við öll að við njótum þeirrar blessunar að hafa aðgang að frábærum auðlindum á Alnetinu, þar á meðal efnis sem kirkjan hefur framleitt eins og hinar helgu ritningar og aðalráðstefnuræður í hljóð- og textaformi, myndbönd af lífi og kennslu Jesú Krists, smáforrit til að skrásetja fjölskyldusögu okkar og innblásna tónlist.

Þær ákvarðanir sem við tökum og sá forgangur sem við setjum þegar við vöfrum á Alnetinu hafa afgerandi áhrif. Slíkt getur ráðið úrslitum um andlega framþróun okkar og þroska í fagnaðarerindinu sem og þrá okkar til að láta gott af okkur leiða í heiminum og lifa árangursríku lífi.

Af þessum ástæðum langar mig nú að nefna þrjár einfaldar venjur sem munu stuðla að heilbrigðri virkni á Alnetinu: Þessar venjur munu koma af stað daglegri sjálfsskoðun sem er nauðsynleg til að stuðla að aukinni nánd við kenningar okkar himneska föður og sonar hans, Jesú Krists.

Fyrsta venjan: Farið á vefsíðu kirkjunnar í leit að efni

Það hjálpar okkur að vera ávallt næm fyrir kenningum fagnaðarerindisins og hvetur fjölskyldu okkar og vini að hugleiða og íhuga það sem skiptir mestu máli ef við heimsækja þessar síður reglulega í gegnum vikuna.

Önnur venjan: Gerist áskrifendur að opinberum samfélagsmiðlum kirkjunnar

Þetta val mun færa ykkur það efni sem er nauðsynlegt til að dýpka leit ykkar og nálgun á Drottni og kenningum hans sem og styrkja þrá ykkar í að skilja fagnaðarerindið. Það sem mikilvægara er, þetta mun hjálpa ykkur að muna hvers Kristur býst við af okkur.

Rétt eins og „það er enginn góður jarðvegur án góðs bónda“7 þá er enginn góð uppskera af Alnetinu nema að við forgangsröðum strax í byrjun því sem er aðgengilegt fingrum okkar og hugum.

Þriðja venjan: Takið ykkur tíma þar sem þið leggið handhæg tæki ykkar til hliðar

Það er endurnærandi að leggja rafmagnstækin okkar til hliðar um stund og flétta þess í stað blaðsíðum ritninganna eða gefa sér tíma til að ræða við fjölskyldu og vini. Sérstaklega á degi Drottins, upplifið friðinn sem fylgir því að taka þátt í sakramentissamkomu án þess að hafa stanslausa þörf til að athuga hvort ný skilaboð eða uppfærslur séu komnir.

Venjan að leggja handhægu tækin ykkar til hliðar um stund, mun auðga og víkka afstöðu ykkar til lífsins því lífið er ekki takmarkað af 10 cm skjá.

Drottinn Jesús Kristur sagði: „Ég hef elskað yður, eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðugir í elsku minni.“8 Guð vill að við upplifum gleði og finnum fyrir elsku hans. Kristur gerir slíka gleði mögulega fyrir okkur öll. Við höfum hæfnina til að þekkja hann betur og lifa eftir fagnaðarerindi hans.

Ég ber minn vitnisburð um gleðina sem kemur þegar við höldum boðorðin og um friðinn og öryggið sem við upplifum þegar við stöndum í hlýju kærleika himnesks föðurs og sonar hans, frelsara okkar. Í nafni Jesú Krists, amen.