Snúa aftur til trúar
Við getum öll styrkt trú okkar á Jesú Krist í okkar persónulegu ferð og fundið gleði.
Monson forseti, við erum þakklát á þessum páskadagsmorgni að heyra rödd okkar lifandi spámanns. Við erum þakklát fyrir orðin þín, svo sem „Finna gleði í ferð ykkar“1 og „Framtíðin er jafn björt og trúnni þinni.“2
Þetta árið eru Barnafélagsbörn að deila gleði og birtu trúar sinnar á Jesú Krist þegar þau syngja lagið „Ég veit að frelsarinn minn elskar mig.“ Þau syngja sannleikann: „Hann lifir! ... Hjarta mitt ég honum gef.“3 Líkt og börnin í Barnafélaginu, þá getum við öll styrkt trú okkar á Jesú Krist í okkar persónulegu ferð og fundið gleði.
Á nýliðnum sunnudagsfundi í Líknarfélaginu hlustaði ég á unga móður miðla að hluta trúarsögu sinni. Hún hafði verið alin upp í kirkjunni af foreldrum sem kenndu henni fagnaðarerindið. Hún sótti Barnafélagið, Stúlknafélagið og trúarskólann. Henni þótti gaman að læra og uppgötva sannleika. Hennar stöðuga leit var að vita hvers vegna. Öldungur Russell M. Nelson hefur sagt: „Drottinn getur einungis kennt leitandi huga.“4 Þessi unga kona var námsfús.
Eftir skyldunámið fór hún háskóla, innsiglast fyrrverandi trúboða í musterinu og var blessuð með fallegum börnum.
Áhugasöm hélt þessi móðir áfram að spyrja spurninga. Er spurningarnar urðu erfiðari þá urðu svörin að sama skapi erfiðari. Stundum voru engin svör – eða engin svör sem veittu frið. Þegar hún leitaði svara þá vöknuðu fleiri spurningar og að endingu tók hún að efast um grunnstoðir trúar sinnar.
Á þessum efasemdartíma sögðu sumir við hana: „Reiddu þig bara á mína trú.“ Hún hugsaði samt: „Ég get það ekki. Þið skiljið ekki. Þið eigið ekki í erfiðleikum með þessi mál.“ Hún útskýrði: „Ég var tilbúin að sýna þeim sem voru í engum vafa kurteisi, ef þau myndu sýna mér sömu kurteisi.“ Og margir gerðu það.
Hún sagði: „Foreldrar mínir þekktu þrár hjarta míns og gáfu mér svigrúm. Þau völdu að elska mig á meðan ég var á eigin spýtum að reyna að komast til botns í þessu.“ Biskup þessarar ungu móður hitta hana einnig oft og tjáði henni tiltrú hans á hana.
Deildarmeðlimir létu heldur ekki á sér standa og henni fannst hún hluti af heild. Deildin hennar var ekki staður hinna fullkomnu heldur var það staður næringar.
„Það var áhugavert,“ segir hún. „Á þessum tíma upplifði ég sterk tengsl við afa og ömmu, sem voru látin. Þau voru að hvetja mig að halda áfram að reyna. Mér fannst þau segja: „Einblíndu á það sem þú veist.“
Þrátt fyrir umtalsvert stuðningsnet þá varð hún lítt virk. Hún sagði: „Ég skildi mig ekki frá kirkjunni vegna slæmrar hegðunar, andlegs sunnuleysis, í leit að afsökun til að fara ekki eftir boðorðunum eða að leita að auðveldu leiðinni. Mér fannst ég þurfa að svara spurningunni: ‚Á hvað trúi ég í raun?‘ “
Um þetta leyti las hún bók eftir móður Teresu, sem deildi svipuðum tilfinningum. Móðir Teresa skrifaði árið 1953 í bréfi: „Vinsamlega biðja sérstaklega fyrir mér að ég muni ekki eyðileggja verk hans og að Drottinn okkar megi sýna sjálfan sig – því það er mikið og hræðilegt myrkur innra með mér, eins og allt væri dautt. Þetta hefur verið svona, meira og minna, frá því ég hóf ‚starfið.‘ Biddu Drottinn okkar að veita mér hugrekki.“
Périer erkibiskup svaraði: „Guð leiðbeinir þér, kæra móðir, þú ert ekki í eins miklu myrkri og þú heldur. Leiðin sem fara skal er ekki alltaf augljós öll í einu. Biddu fyrir ljósi. Ekki ákveða of hratt, hlustaðu á það sem aðrir hafa að segja. Íhugaðu þeirra ástæður. Þú munt ætíð finna eitthvað til að hjálpa þér. … Þú ert með nægjanlega leiðsögn ef þú lætur leiðast af trú, bæn og skynsemi.“5
Vinkona mín taldi að ef móðir Teresa gæti lifað samkvæmt trú sinni án þess að hafa öll svörin og án skýrleika í öllu, þá gæti hún það kannski líka. Hún gæti tekið eitt einfalt skref í áttina að trú – og síðan annað. Hún gæti einblínt á sannleikann sem hún trúði og látið þann sannleika fylla huga sinn og hjarta.
Eftir að hafa íhugað fortíðan sagði hún: „Vitnisburður minn var líkt og öskuhrúga. Allur brunninn. Það eina sem stóð eftir var Jesús Kristur.“ Hún hélt áfram: „Hann yfirgefur þig ekki þegar þú ert með spurningar. Hurðin er galopin þegar hver sem er reynir að halda boðorðin. Bæn og ritningarlestur urðu ótrúlega mikilvægur liður.“
Fyrsta skrefið í að endurbyggja trú sína var að byrja á einföldum sannleika fagnaðarerindisins Hún keypti Barnafélagssöngbók og tók að lesa orðin. Þau voru henni fjársjóður. Hún bað fyrir trú til að losna við þungleikann sem hún fann fyrir.
Hún komst að því að þegar hún kom andspænis staðhæfingu sem fékk hana til að efast þá gæti hún „staldrað við, horft á heildarmyndina og gert fagnaðarerindið persónulegt.“ Hún sagði: „Ég myndi spyrja: ‚Er þetta rétta leiðin fyrir mig og fjölskyldu mína?‘ Stundum spurði ég sjálfa mig: ‚Hvað vil ég fyrir börnin mín?‘ Mér varð ljóst að ég vil að þau giftist í musterinu. Á þeirri stundu kom trúin aftur í hjarta mitt.“
Öldungur Jeffrey R. Holland hefur sagt: „Auðmýkt, trú og áhrif heilags anda [munu] ætíð vera þættir sérhverrar leitar að sannleika.“6
Hún gat ekki afneitað sannleikanum sem hún vissi að væri í Mormónsbók þótt hún hefði spurningar um tilurð Mormónsbókar. Hún hafði einbeitt sér að því að nema Nýja testamentið til að skilja betur frelsarann. „En að lokum,“ sagði hún, „fór ég að lesa Mormónsbók á ný því mér leið dásamlega þegar ég las um Jesú Krist og friðþægingu hans„
Hún lauk með því að segja: „Þið verðið að hafa ykkar eigin andlegu upplifanir með sannleika þessarar bókar,“ og það var einmitt að gerast hjá henni. Hún útskýrði: „Ég las í Mósía og fann algjörlega fyrir leiðsögn. ‚Trúið á Guð, trúið, að hann sé til og hafi skapað allt, ... Trúið, að hans sé öll viska og allt vald, jafnt á himni sem á jörðu. Trúið, að maðurinn geti ekki haft skilning á öllu, sem Drottinn skilur.‘“7
Um þetta leyti kom köllun að þjóna í Barnafélaginu sem orgelleikari „Það var í lagi“ sagði hún. „Ég vildi að börnin mín færu í Barnafélagið og nú gat ég verið með þeim. Og ég var ekki reiðubúin að kenna strax.“ Þegar hún þjónaði, fann hún stöðugt þessa hvatingu frá þeim sem umhverfis voru: „Kom, við viljum þig, sama hvert stig þitt er, því við munum mætast þar. Gefðu það sem þú hefur fram að bjóða.“
Hún hugsaði oft með sjálfri sér þegar hún spilaði Barnafélagssöngvana: „Hér er sannleikur kær. Ég get enn gefið vitnisburð. Ég mun bara segja það sem ég veit og treysti. Vera má að það sé ekki fullkomin þekking en þetta er það sem ég hef fram að færa. Það sem ég einblíni á, vex innra með mér. Það er dásamlegt að fara aftur í kjarna fagnaðarerindisins og upplifa skýrleika.“
Á þessum sunnudagsmorgni er ég hlustaði á þessa ungu systur deila sinni sögu um hennar ferðalag var ég minnt á bjarg endurlausnara okkar sem við verðum að byggja grunn okkar á.8 Ég minntist einnig ráðleggingar öldungs Jeffreys R. Holland: „Haldið þá fast í það sem þið þegar vitið og verið sterk allt þar til meiri þekking berst ykkur.“9
Mér varð enn frekara ljóst, á meðan lexíu hennar stóð, að svör við spurningum okkar koma þegar við einlæglega leitum og þegar við lifum eftir boðorðunum. Ég var minnt á að trú okkar nær lengra en núverandi takmarkandi skynsemi.
Hversu mikið mig langaði að vera eins og þau er umkringdu þessa ungu móður, elskandi og styðjandi hana. Líkt og Dieter F. Uchtdorf forseti sagði: „Við erum ... pílagrímar í leit að ljósi Guðs er við ferðumst veg lærisveinsins. Við fordæmum ekki aðra vegna magns þess ljóss sem þeir hafa eða hafa ekki, heldur endurnærum við og hvetjum til alls ljóss, þar til það verður skýrt og bjart af sannleika.“10
Þegar börnin í Barnafélaginu syngja „Bæn barns“ þá spyrja þau: „Himneskur faðir, ert þú þarna, heyrir og svarar bænum allra barna?“11
Við hugsum líka stundum „Er himneskur faðir þarna?“ bara til að fagna – eins og vinur minn gerði – þegar svörin koma af hljóðlegri og einfaldri fullvissu. Ég ber vitni um að þessi einfalda fullvissa muni koma þegar vilji hans verður okkar. Ég ber því vitni að sannleikurinn er á jörðinni í dag og fagnaðarerindi hans er að finna í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Í nafni Jesú Krists, amen.