Hvíldardagurinn er feginsdagur
Hvernig getið þið gætt þess að breytni ykkar á hvíldardegi leiði til gleði og fögnuðar?
Kæru bræður og systur, þessir tveir ráðstefnudagur hafa verið dásamlegir. Við höfum upplyfst af innblásinni tónlist og dásamlegum bænum. Við höfum uppbyggst í anda af boðskap ljóss og sannleika. Á þessum páskasunnudegi sameinumst við aftur og þökkum Guði einlæglega fyrir spámann!
Spurningin okkar allra er: Hvernig get ég breyst, eftir það sem ég hef heyrt og upplifað á þessari ráðstefnu? Hvert sem svarið ykkar verður, þá býð ég ykkur líka að hugleiða tlfinningar ykkar til hvíldardagsins og hegðun ykkar á þeim degi.
Ég hrífst af orðum Jesaja, sem sagði hvíldardaginn vera „feginsdag.“1 Ég velti samt fyrir mér hvort hvíldardagurinn sé í raun mér og þér feginsdagur?
Fyrst upplifði ég hvíldardaginn sem feginsdag fyrir mörgum árum, sem önnum kafinn skurðlæknir. Mér varð ljóst að hvíldardagurinn veiti mér persónulega líkn. Í lok vikunnar voru hendur mínar sárar af stöðugum sápuþvotti með hörðum bursta. Ég þarfnaðist líka smáhvíldar eftir ábyrgðarmikil störf. Sunnudagurinn veitti nauðsynlega líkn.
Hvað átti frelsarinn við með þessum orðum sínum: „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins.“2 Ég held að hann hafði viljað að við skildum að hvíldardagurinn væri okkur gjöf, til að veita raunverulega hvíld frá átökum daglegs lífs og tækfæri til andlegrar og líkamlegrar endurnýjunar. Guð gaf okkur þennan sérstaka dag til hvíldar frá skyldustörfum, til líkamlegrar og andlegrar hvíldar, en ekki til skemmtunar eða daglegra starfa.
Á hebresku merkir hugtakið Sabbath „hvíld.“ Tilgangur hvíldardagsins nær aftur til sköpunar heimsins, þegar Drottinn hvíldist sköpunarverk sitt.3 Þegar Guð birti Móse síðar Boðorðin tíu, bauð hann að: „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.“4 Síðar var hvíldardagurinn haldinn til að minnast frelsunar Ísraelsmanna úr ánauð Egypta.5 Mikilvægast er kannski að hvíldardagurinn var gefinn sem ævarandi sáttmáli, stöðug áminning um að Drottinn geti helgað fólk sitt.6
Að auki, þá meðtökum við nú sakramentið á hvíldardegi, til minningar um friðþægingu Jesú Krists.7 Við gerum aftur sáttmála um að vera fús til að taka á okkur hans helga nafn.8
Frelsarinn auðkenndi sig sjálfan sem herra hvíldardagisns.9 Þetta er hans dagur! Hann hefur endurtekið boðið okkur að virða hvíldardaginn10 eða að helga hvíldardaginn.11 Við höfum gert sáttmála um að gera það.
Hvernig helgum við hvíldardaginn? Þegar ég var mikið yngri, þá ígrundaði ég verk þeirra sem höfðu búið til lista yfir það sem gera og gera ætti ekki á hvíldardegi. Það var svo síðar sem mér lærðist í ritningunum að breytni mín og viðhorf á hvíldardegi væri teikn á milli mín og himnesks föður.12 Þegar mér bættist sá skilningur, þá þurfti ég ekki lista yfir það sem á að gera og ekki gera. Þegar ég þurfti að taka ákvörðun um hvort eitthvað væri viðeigandi eða ekki á hvíldardegi, þá spurði ég einfaldlega sjálfan mig: „Hvaða teikn vil ég gefa Guði?“ Þessi spurning gerði mér kleift að greina glögglega á milli valkost á hvíldardegi.
Þótt kenningin um hvíldardaginn sé af fornum meiði, þá hefur hún verið staðfest á þessum síðari tímum, sem hluti af nýjum sáttmála með fyrirheiti. Hlustið á máttug orð þessarar guðlegu hvatningar:
„Og þú skalt fara í hús bænarinnar, svo að þú getir enn betur haldið þér óflekkuðum frá heiminum, og færa sakramenti þín á helgum degi mínum.
Því að sannlega er þessi dagur útnefndur yður til hvíldar frá erfiði yðar og til að votta hinum æðsta hollustu yðar. …
Og þennan dag skuluð þér … [tilreiða] mat yðar af látleysi hjartans, svo að fasta yðar sé fullkomin, … svo að gleði yðar verði algjör. …
„Og sem þér gjörið þetta með þakkargjörð, með léttu hjarta og svip.“13
Hugsið ykkur hvað felst í þessari staðhæfingu! Fylling jarðarinnar er heitið þeim sem halda hvíldardaginn heilagan.14 Engin furða að Jesaja sagði hvíldardaginn vera „feginsdag.“
Hvernig getið þið gætt þess að breytni ykkar á hvíldardegi leiði til gleði og fögnuðar? Hvað annað getur hjálpað okkur að gera hvíldardaginn að feginsdegi en að fara í kirkju, meðtaka sakramentið og að vera kostgæfin í okkar sérstöku köllun til að þjóna? Hvaða teikn getið þið gefið Drottni sem sýnir að þið elskið hann?
Hvíldardagurinn veitir dásamlegt tækfæri til að efla fjölskylduböndin. Hvað sem öllu líður, þá vill Guð að við, sem börn hans, snúum til hans sem upplýstir heilagir, innsigluð í musterinu sem fjölskylda, innsigluð áaum okkar og afkomendum.15
Við gerum hvíldardaginn að feginsdegi þegar við kennum börnum okkar fagnaðarerindið. Ábyrgð okkar sem foreldrar er algjörlega skýr. Drottinn sagði: „Og enn fremur, að því leyti sem foreldrar, er eiga börn í Síon … kenna þeim ekki … að skilja kenninguna um iðrun, trú á Krist, son hins lifanda Guðs, og um skírn og gjöf heilags anda með handayfirlagningu, fellur syndin á höfuð foreldranna.“16
Fyrir mörgum árum, þá greindi Æsta forsætisráðið frá mikilvægi trúarfræðslu í fjölskyldunni. Það skrifaði:
„Við förum þess á leit við foreldra að þeir leggi sig alla fram við að kenna og innræta börnum sínum reglur fagnaðarerindisins til að halda þeim í kirkjunni. Á heimilinu er grunnur lagður að réttlátu lífi og engin annar staður fær leyst það af hólmi eða uppfyllt nauðsynlegt hlutverk þess við að framfylgja þessari guðlegu ábyrgð.
„Við hvetjum foreldra og börn til að láta fjölskyldubænir hafa algjöran forgang, svo og fjölskyldukvöld, ritninganám og fræðslu og heilnæmar fjölskylduathafnir. Hversu verðug og viðeigandi sem önnur viðfangsefni kunna að vera, má ekki leyfa að þau komi í stað þeirra guðlegu tilnefndu skyldna sem einungis foreldrar og börn fá innt af hendi.“17
Þegar ég hugleiði þessa leiðsögn, þá óska ég þess næstum að vera ungur faðir í annað sinn. Foreldrar hafa nú svo margt sem getur hjálpað þeim að gera fjölskyldustundir innihaldsríkar, á hvíldardegi og öðrum dögum. Þau hafa LDS.org, Mormon.org, Biblíu-myndböndin, Mormon Channel, Media Art Library, Friend,New Era,Ensign,Líahóna og fleira – ótal margt fleira. Þessi hjálpartæki eru afar gagnleg foreldrum við að uppfylla þá helgu skyldu að kenna börnum sínum. Ekkert annað er mikilvægara en réttlátt uppeldisstarf foreldra!
Þegar þið kennið fagnaðarerindið munuð þið læra meira. Þetta er háttur Drottins til að gera ykkur kleift að skilja fagnaðarerindi hans. Hann sagði:
„Og ég gef yður boð um að fræða hvert annað um kenningu ríkisins.
Kennið af kostgæfni … svo að þér megið enn betur fræddir verða um … kenningu og lögmál fagnaðarerindisins, um allt er lýtur að Guðsríki.18
Slíkt nám á fagnaðarerindinu gerir hvíldardaginn að feginsdegi. Þetta loforð er til allra, burt séð frá fjölskyldustærð, samsetningu eða búsetu.
Auk þess að verja tíma með fjölskyldunni, þá getið þið upplifað sanna gleði á hvíldardegi með því að sinna ættarsögustarfi. Að leita að og uppgötva ættmenni sem lifðu á undan ykkur á jörðinni – þeim sem ekki gafst tækfæri til að taka á móti fagnaðarerindinu hér – getur vakið djúpa gleði.
Ég hef séð það sjálfur. Fyrir nokkrum árum ákvað mín ástkæra eiginkona, Wendy, að læra hvernig standa á að ættfræðirannsóknum. Framfarirnar foru hægar í fyrstu, en smám saman lærðist henni hve auðvelt er að gera þetta helga verk. Ég hef aldrei séð hana hamingjusamari. Þið þurfið ekki að fara til annarra landa eða jafnvel á ættfræðisafn. Þið getið verið heima og notað tölvu eða farsíma til að auðkenna sálir sem þrá að taka á móti helgiathöfnum sínum. Gerið hvíldardaginn að feginsdegi með því að finna áa ykkar og frelsa þá úr andavarðhaldinu!19
Gerið hvíldardaginn að feginsdegi með því að þjóna öðrum, einkum þeim sem ekki líður vel, eru einmana eða í nauð.20 Þið munuð lyfta ykkur andlega að lyfta þeim andlega.
Þegar Jesaja sagði hvíldardaginn vera „feginsdag,“ þá kenndi hann okkur líka hvernig við getum gert hann að feginsdegi. Hann sagði:
„Ef þú varast að … varast að gegna störfum þínum á helgum degi mínum, ef þú kallar hvíldardaginn feginsdag … og virðir [Drottin] svo, að þú framkvæmir ekki fyrirætlanir þínar, annast ekki störf þín né talar hégómaorð,
þá munt þú gleðjast yfir Drottni.“21
Að „framkvæma ekki fyrirætlanir“ sínar á hvíldardegi, krefst sjálfsstjórnar. Þið gætuð þurft að neita ykkur um eitthvað sem veitir ykkur ánægju. Ef þið veljið að gleðjast yfir Drottni, þá munuð þið ekki láta þennan dag vera eins og alla aðra daga. Hægt er að sinna daglegum störfum og skemmtunum á öðrum dögum.
Íhugið þetta: Með því að greiða tíund, þá látum við Drottni í té einn tíunda hluta af tekjum okkar. Með því að halda hvíldardaginn heilagan, þá helgum við honum einn dag af sjö dögum. Það eru því okkar forréttindi að helga honum bæði tekjum og tíma, sem dag hvern viðheldur lífi okkar.22
Trú á Guð leiðir af sér elsku til hvíldardagsins; trú á hvíldeginum leiðir af sér elsku til Guðs. Helgur hvíldardagur er vissulega feginsdagur.
Þegar nú dregur að lokum þessarar ráðstefnu, þá er okkur ljóst að okkur ber að vera fyrirmynd trúaðra meðal fjölskyldu okkar, nágranna og vina, hvar sem við kunnum að búa.23 Þeir sem eru sanntrúaðir halda hvíldardaginn heilagan.
Ég lýk með kveðju- og hvattningarorðum Morónís, sem eru lokaorð í Mormónsbók. Hann ritaði: „Já, komið til Krists, fullkomnist í honum og hafnið öllu óguðlegu. Og ef þér hafnið öllu óguðlegu og elskið Guð af öllum mætti yðar, huga og styrk, … eruð þér helguð í Kristi.24
Ég færi ykkur þessi orð mín með kærleka í hjarta, sem bæn, vitnisburð og blessun, í nafni Jesú Krists, amen.