2012
Jesús Kristur kennir mér að velja rétt
Apríl 2012


Koma með Barnafélagið inn á heimilið

Jesús Kristur kennir mér að velja rétt

Þið getið notað lexíuna og vekefnið sem hér er til að læra meira um þetta mánaðarþema Barnafélagsins:

Páskarnir yrðu ekki þeir sömu þetta árið fyrir Tomma. Afi Tomma hafði dáið og hann var sorgmæddur yfir að geta ekki verið með honum aftur á þessari sérstöku hátíð.

En í Barnafélaginu var Tommi minntur á að ástæða þess að við höldum páska hátíðlega væri sú að Jesús lifir! Þegar hann reis upp sameinaðist andi hans líkamanum varanlega, svo hann upplifir dauðann aldrei aftur. Tomma lærðist að vegna þess að Jesús reis upp munu allir dag einn rísa upp, og líka afi hans!

Páskasöngur fyllti Tomma gleði er hann söng: „Jesús er risinn, Jesús er hér. Lausnari minn á lífi er.“1 Tommi vildi segja öllum frá þessum góðu tíðindum. Hann einsetti sér að setja búnt af vorblómum á dyraþrep nágranna sinna fyrir páskana, ásamt ritningargrein um upprisu Jesú. Hann sá fyrir sér brosandi andlit nágranna sinna þegar þeir fyndu gjöfina á páskadagsmorgni.

Heimildir

  1. „Jesús er risinn,“ Barnasöngbókin, 44.