Orð á orð ofan
2 Tím 3:16–17
Páll postuli kenndi hvernig ritningarnar blessa líf okkar.
Sérhver ritning
„Þegar við viljum tala við Guð, biðjum við. Og þegar við viljum að hann tali við okkur, könnum við helgar ritningar; því að orð hans mæla spámenn hans. Hann mun síðan kenna okkur þegar við hlustum á áminningar heilags anda.
Ef þið hafið ekki heyrt rödd hans tala til ykkar nýlega, snúið ykkur þá aftur að ritningunum með nýjum augum og nýjum eyrum. Þær eru andleg líftaug okkar.“
Öldungur Robert D. Hales í Tólfpostulasveitinni, „Heilagar ritningar: Kraftur Guðs til sáluhjálpar,“ Aðalráðstefna, okt. 2006, 49–50.
Kenning
„Sönn kenning, og skilningur á henni, breytir viðhorfi og hegðun. Nám á kenningum fagnaðarerindisins mun bæta hegðun hraðar en hegðunarnám mun bæta hegðun.“
Boyd K. Packer, forseti Tólfpostulasveitarinnar, „Do Not Fear,“ Líahóna, maí 2004, 79.
Umvöndun
Umvöndun—ávítur, ögun, ákúrur eða leiðrétting, yfirleitt á kærleiksríkan hátt.
Leiðrétting
Hið upprunalega gríska hugtak sem notað er í Biblíunni þýðir að „setja aftur rétta stefnu.“ Ritningarnar gera ykkur því kleift að setja rétta stefnu og fylgja hinum krappa og þrönga vegi (sjá 2 Nefí 9:41).
Albúinn
Albúinn—tilbúinn, fullbúinn.
Góð verk
Hvers kyns góðverk búa ritningarnar okkur undir að gera? Hér eru fáein af þeim augljósustu. Getið þið talið upp fleiri? Skrifið um þau í dagbók ykkar.
-
Þjóna sem fastatrúboði
-
Rækja kirkjukallanir (svo sem forsætisráð sveita og námsbekkja)
-
Kenna fagnaðarerindið
-
Gefa vitnisburð
-
Miðla fagnaðarerindinu
-
Svara spurningum vinafólks um kirkjuna