Talið saman
Hér eru nokkrar ábendingar um „umræðustund“ fyrir fjölskyldu ykkar:
-
Biðjið fjölskyldu ykkar að taka frá nokkrar mínútur á degi hverjum til að fjölskyldan geti rætt saman. Það getur verið á matmálstíma eða öðrum ákveðnum tíma dagsins.
-
Verið viss um að allir taki til máls og hlusti. Látið alla vera með!
-
Virðið skoðanir annarra í fjölskyldunni. Verið viss um að allir finni mikilvægi þess sem þeir leggja til málanna.
Umræðuleikir
Þurfið þið hugmyndir að umræðustund? Reynið þessa leiki:
Baunapokakast: Ef fjölskylda ykkar er fjölmenn eða henni reynist erfitt að skiptast á notið þá baunapoka til að sýna hver á að tala næst. Eftir að sá sem hefur baunapokann segir hvað honum býr í brjósti, er baunapokanum kastað til annars í fjölskyldunni sem þá fær tækifæri til að tala.
Spyrjandi: Myndið tvo hópa og skiptist á að látast vera spyrjendur. Íhugið fáeinar spurningar og leggið þær fyrir viðmælanda ykkar. Þið getið jafnvel notað raunverulegan hljóðnema eða upptökutæki fyrir viðtölin.
Hvað mynduð þið gera? Skiptist á að spyrja fjölskyldumeðlimi ólíkra spurninga, sem hefjast á „hvað myndir þú gera … ?“ Dæmi: „Hvað myndir þú gera, ef þú værir týndur?“ og „Hvað myndir þú gera, ef þú gætir farið hvert sem þig langar um heiminn?“
Hjálp fyrir foreldra: Undir fjögur augu
Þótt gaman sé að tala saman sem fjölskylda, er líka mikilvægt að foreldrar og börn tali saman undir fjögur augu. Nýtið þær stundir sem gefast yfir daginn til að tala einslega við hvert barn. Biðjið eitt barn í senn að hjálpa ykkur við húsverkin, fara með ykkur í erindagjörðir eða tala við ykkur nokkrar mínútur í herbergi ykkar. Fáeinar mínútur saman geta leitt til innihaldsríks samtals.