2012
Hvað kemur á eftir trúarskóla yngri deildar?
Apríl 2012


Hvað kemur á eftir trúarskóla yngri deildar?

Útskrift úr yngri deild trúarskólans er ekki endirinn á trúarnámi ykkar. Nokkuð dásamlegt er ykkur fyrirbúið.

Í yngri deild trúarskólans lærið þið ritningarnar og hittið sennilega aðra á ykkar aldri reglubundið. Þið finnið að þið eruð velkomin og skynjið andann. Er slík upplifun þá yfirstaðin þegar þið hafið lokið yngri deild trúarskólans? Alls ekki.

Í kirkjunni er eldri deild trúarskólans næsta skrefið og þið munuð njóta þess. Hvort sem þið eruð við nám í framhaldsskóla eða ekki, getið þið haldið áfram að læra um fagnaðarerindið, búið ykkur undir trúboð og musterishjónaband og miðlað jafnöldrum af reynslu ykkar.

Hér eru svör við nokkrum helstu spurningum um eldri deild trúarskólans. Þið getið aflað ykkur frekari upplýsinga á institute.lds.org.

Hvað er eldri deild trúarskólans?

Í eldri deildinni eru trúarnámsbekkir, þ.m.t. ritningarnámsbekkir, kenningar spámannanna og undirbúningur að trúboði og musterishjónabandi. Sums staðar í eldri deildinni er hægt að velja úr fjölda námsbekkja.

Hver fær að mæta?

Allt einhleypt ungt fólk er sterklega hvatt til að sækja námsbekki eldri deildarinnar. Allir—giftir sem ógiftir—á aldrinum 18 til og með 30 ára geta verið með.

Hvar finn ég eldri deildina?

Á sumum svæðum er eldri deildin í byggingum nærri framhaldsskólum og háskólum. Á öðrum svæðum eru námsbekkir hafði í kirkjubyggingum eða öðrum húsakynnum. Hafið samband við biskup ykkar eða greinarforseta til að kynna ykkur dagskrá eldri deildarinnar á ykkar svæði, eða farið á institute.lds.org til að finna eldri deild nærri ykkur.

Af hverju á ég að sækja námsbekki eldri deildarinnar?

Thomas S. Monson forseti sagði: „Hafið nám í eldri deildinni í fyrirrúmi. … Hugsið ykkur. Þið munuð eignast vini, upplifa andann og efla trú ykkar. Ég lofa ykkur því að þegar þið farið í eldri deild trúarskólans og lærið ritningarnar af kostgæfni, verðið þið betur í stakk búin til að forðast freistingar og hljóta leiðsögn heilags anda í öllu sem þið gerið“ (institute.lds.org, 21. apríl 2009).

Teikning: Media Services