2012
Elskið, vakið yfir og styrkið
Apríl 2012


Boðskapur heimsóknarkennara

Elskið, vakið yfir og styrkið

Lærið efnið í bænarhug og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á. Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar.

Trú, fjölskylda, líkn

Heimsóknarkennarar vitja einnar af annarri, líkt og frelsarinn gerði (sjá 3 Ne 11:15). Við munum vita að við náum árangri í þjónustu okkar sem heimsóknarkennarar þegar systur okkar geta sagt: (1) Heimsóknarkennari minn hjálpar mér að vaxa andlega; (2) ég veit að heimsóknarkennari minni lætur sér afar annt um mig og fjölskyldu mína; og (3) ef ég á í vanda, þá veit ég að heimsóknarkennari minn mun gera eitthvað án þess að vera beðinn um það.1

Hvernig getum við sem heimsóknarkennarar elskað, vakað yfir og styrkt systur? Eftirfarandi eru níu ábendingar, sem finna má í kafla 7 í Daughters in My Kingdom: The History and Work of Relief Society til að hjálpa heimsóknarkennurum að þjóna systrum sínum:

  • Biðjið daglega fyrir henni og fjölskyldu hennar.

  • Leitið innblásturs til að þekkja hana og fjölskyldu hennar.

  • Heimsækið hana reglubundið til að sjá hvernig henni gengur og til að hughreysta hana og styrkja.

  • Hafið oft samband með heimsóknum, símtölum, bréfum, tölvupósti, SMS og einföldum gjörðum og góðvild.

  • Heilsið henni á kirkjusamkomum.

  • Hjálpið henni þegar hún á í neyð eða veikindum.

  • Kennið henni fagnaðarerindið með ritningunum og boðskap heimsóknarkennara.

  • Hvetjið hana með því að sýna gott fordæmi.

  • Gerið Líknarfélagsleiðtoga grein fyrir þjónustu systranna og andlegri og stundlegri velferð þeirra.

Úr ritningunum

Lúk 10:38–39; 3 Ne 11:23–26; 27:21

Úr sögu okkar

„Heimsóknarkennslan er orðin miðill fyrir konur um heim allan til að elska, annast og þjóna—til að ‚breyta í samhljómi við þá samkennd sem Guð hefur innrætt meðal okkar,‘ líkt og Joseph Smith kenndi.“2

Systir sem nýverið varð ekkja sagði um heimsóknarkennara sína: „Þær hlustuðu. Þær hughreystu mig. Þær tárfelldu með mér. Og þær föðmuðu mig að sér. … [Þær] hjálpuðu mér að takast á við þá djúpu örvæntingu og sorg sem ég upplifði af einmanaleika fyrstu mánuðina.“3

Að hjálpa við stundleg verkefni er líka þjónusta. Á aðalráðstefnu í október 1856 tilkynnti Brigham Young forseti að handvagnahópur frumbyggja væri í sjálfheldu í miklu snjófargi 435–595 km í burtu. Hann kallaði eftir hjálp hinna Síðari daga heilögu í Salt Lake City við að bjarga fólkinu og „halda sig algjörlega við það sem við segjum vera hið stundlega.“4

Lucy Meserve Smith skráði að konurnar hefðu farið úr hlýjum undirpilsum sínum og sokkum í Laufskálanum og hrúgað þeim upp í vagnana til að senda til kaldra frumbyggjanna. Þær söfnuðu síðan saman rúmfatnaði og fötum fyrir þá sem að endingu kæmu með fábrotnar eigur sínar. Þegar handvagnahópurinn kom var bygging í bænum „hlaðin vistum fyrir fólkið.“5

Heimildir

  1. Sjá Julie B. Beck, „Það sem ég vona að barnabörn mín muni skilja um Líknarfélagið“ Aðalráðstefna, okt. 2011.

  2. Daughters in My Kingdom: The History and Work of Relief Society (2011), 112.

  3. Daughters in My Kingdom, 119–20.

  4. Brigham Young, „Remarks,“ Deseret News, 15. okt. 1856, 252.

  5. Sjá Daughters in My Kingdom, 36–37.

Einn af öðrum, eftir Walter Rane, birt með leyfi Church History Museum