Ræður dagsins
Öldungur Christofferson og öldungur Jensen kenna meðlimum í Argentínu
Laugardaginn 12. nóvember 2011ávörpuðu öldungur D. Todd Christofferson í Tólfpostulasveitinni og öldungur Jay E. Jensen í forsætisráði hinna Sjötíu ungt fólk, prestdæmisleiðtoga, trúboða og meðlimi í Salta, Argentínu.
Einnig voru viðstaddir öldungur Mervyn B. Arnold, svæðisforseti suðurhluta Suður-Ameríku; eiginkona hans, Devonna; og öldungur Ruben Spitale, svæðishafi Sjötíu. Eiginkona öldungs Christofferson, Kathy, og eiginkona öldungs Jensen, Lona, voru líka viðstaddar.
Um 1.300 ungt fólk og foreldrar þess voru á kvöldvökunni þar sem bæði öldungur Christofferson og öldungur Jensen tóku til máls. Auk þess horfðu á í gegnum útsendingu um 10.000 meðlimir í 70 stikumiðstöðvum víðs vegar um Argentínu.
Öldungur Jensen, sem áður hafði þjónað sem svæðisforseti suðurhluta Suður-Ameríku, sagði: „Ef þið munið ekki eftir neinu sem ég sagði, minni ég ykkur á orð spámannsins Thomas S. Monson forseta, sem ég ber vitni um að er sannur spámaður Guðs. En hann sagði: ‚Ákvarðanir ákveða örlögin.‘ “
Við höfum valfrelsið—eiginleikann og forréttindin til að taka ákvarðanir—sagði öldungur Jensen og með ákvörðunum okkar veljum við örlög okkar.
Hann sagði frá vini nokkrum sem kvöld eitt valdi að neyta áfengis og aka drukkinn og olli slysi þar sem tvennt lést. Hann sagði síðan frá því til hliðsjónar að hann og eiginkona hans hefðu frestað hjónabandi til að hann kæmist sem ungur maður í trúboð.
Hann sagði „Þegar ég kom heim giftumst við í musterinu. Við gerðum sáttmála sem við höfum endurnýjað vikulega alla okkar ævi. Við tókum ákvörðun sem hefur mótað örlög okkar.“
Systir Christofferson talaði þar á eftir og miðlaði vitnisburði sínum um blessanir þess að halda sáttmála, og öldungur Christofferson lauk samkomunni.
Öldungur Christofferson sagði: „Það er trúin sem hjálpar okkur í hjónabandi okkar, fjölskyldulífi, námi og atvinnu.“
Hann lagði áherslu á að boðorðin væru okkur til leiðsagnar og hjálpa okkur að hljóta það sem mikilvægt er.
Hann bauð síðan æskufólki og foreldrum þess að einsetja sér að fylgja leiðsögninni í bæklingnum Til styrktar æskunni.
Hann sagði: „Það mun efla börn okkar gríðarlega, jafnvel þegar þau upplifa sig ein — vitandi að foreldrar þeirra lifa eftir þessum sömu reglum.“
Öldungur Christofferson lauk með því að tjá kærleika sinn til meðlimanna í Argentínu, þar sem hann þjónaði í trúboði fyrir um 50 árum.
Í Salta hittu öldungur Christofferson og öldungur Jensen líka trúboðana og unga fólkið, sem þeir færðu kærleikskveðjur frá bræðrunum.