Kom, fylg mér
Dæmisagan um aðalsmanninn: Lexía um hlýðni
Í Kenningu og sáttmálum 101:43–62 er dæmisaga sem gefin var til að útskýra hvers vegna hinir heilögu voru hraktir frá Missouri.
Í dæmisögunni byrja þjónarnir að reisa turn en ákveða síðan að „engin þörf“ sé fyrir hann (Kenning og sáttmálar 101:49). Þar sem þeir byggðu ekki turninn, var enginn sem varaði þá við þegar óvinur braust inn og eyðilagði víngarðinn.
Efast ég einhvern tíma um boðorð Guðs?
Hafið þið, eins og þjónarnir, íhugað hvort tiltekið boðorð sé virkilega nauðsynlegt? Þessi dæmisaga kennir okkur að boðorð Drottins vernda okkur og hjálpa við að lifa gleðiríku lífi (sjá einnig Mósía 2:41; Kenning og sáttmálar 82:8–10).
Hvað getum við gert ef við sjáum ekki þörfina fyrir tiltekið boðorð?
-
Rannsakið viðfangsefnið og biðjist fyrir að Drottinn hjálpi ykkur að „finna að það er rétt“ (Kenning og sáttmálar 9:8).
-
Minnist þess er blessanir hlutust vegna hlýðni.1
-
Breytið í trú, treystið að þið munið hljóta skilning „eftir að reynt hefur á trú [ykkar]“ (Eter 12:6).