2021
Virðing fyrir öllum börnum Guðs
September/Október 2021


Velkomin í þessa útgáfu

Virðing fyrir öllum börnum Guðs

women sitting in circle enjoying sharing stories in group meeting

Russell M. Nelson forseti hefur eindregið hvatt okkur til að „útvíkka kærleikshring okkar til að elska allt mannkyn“ (Teachings of Russell M. Nelson [2018], 83). Hvernig getum við skapað samfélag þar sem allir lifa í sátt, þegar fjölbreytileikinn meðal barna Guðs er svo mikill?

Í grein sinni, „Leið fram Síon“ (bls. 12), býður öldungur Gerrit W. Gong okkur að sameinast í hjarta og huga, er við bjóðum öllum að koma til Krists. „Að sigrast á kynþáttahyggju og fordómum: Við getum byggt brýr“ (bls. 18) getur hjálpað okkur, er við reynum að verða eitt. Það að verða eitt, felur vissulega í sér að við tökum á okkur nafn Jesú Krists, bæði sem kirkja og einstaklingar. Lærið meira í „Svo mun kirkja mín nefnd,“ eftir Henry B. Eyring forseta (bls. 8).

Að stuðla að einingu í fjölbreytileika okkar, er ekki aðeins boðorð (sjá Jóhannes 17:21; Kenning og sáttmálar 38:27), heldur er það einnig tækifæri fyrir okkur að læra og vera blessuð af upplifunum bræðra okkar og systra frá öðrum menningarsvæðum og þjóðaruppruna. Við vonumst til þess að útgáfa þessa mánaðar hjálpi okkur öllum að lifa betur sameinuð í Kristi.

Virðingarfyllst,

Öldungur Walter F. González

af hinum Sjötíu

Ráðgjafi fyrir Líahóna