2021
Síonarfylkingin – Undirbúningur að þjónustu við Drottin
September/Október 2021


Kom, fylg mér

Síonarfylkingin – Undirbúningur að þjónustu við Drottin

Kenning og sáttmálar 102–105

Ljósmynd
article on Zion’s Camp

Eftir að hópur meðlima kirkjunnar, sem kallaður var Síonarfylkingin, hafði gengið hundruðir kílómetra til að hjálpa öðrum Síðari daga heilögum, sagði Drottinn við Joseph Smith að hann skyldi leysa upp hópinn, þótt þeim fyndist þeir ekki hafa uppfyllt takmark sitt. Vegna þessa sögðu sumir að Síonarfylkingin hafi misheppnast, en þeir sem tóku þátt báru vitni um að upplifun þeirra hafi búið þá undir framtíðarþjónustu við Drottin.

Á langri göngu, kvörtuðu sumir meðlima fylkingarinnar og töluðu gegn spámanninum Joseph, en aðrir voru trúir honum og þeim lærðist þolinmæði og hlýðni.

  • Febrúar 1834: Joseph Smith tók á móti opinberun um að finna að minnsta kosti 100 manns til að ganga til Missouri og liðsinna hinum heilögu við að endurheimta land sitt í Jackson-sýslu.

  • Hóparnir 2, sem höfðu tekið mismunandi leiðir, hittust í júní.

  • Um 205 karlar og 25 konur og börn tóku þátt.

  • Þau gengu 32–64 kílómetra dag hvern.

  • Flest ferðuðust yfir 1.450 kílómetra í gegnum 4 fylki.

  • 13 heilagir létust eftir að kólera braust út í fylkingunni.

  • 8 af fyrstu 12 postulum síðari daga þjónuðu í þessari fylkingu.

  • Allir hinna fyrstu síðari daga Sjötíu voru meðlimir í fylkingunni.

  • Júní 1834: Spámaðurinn Joseph tók á móti opinberun sem tók gilda fórn meðlima fylkingarinnar og var fylkingin leyst upp.

Umræður

Hvað haldið þið að lausn Síonar þýði? (sjá Kenning og sáttmálar 103:15).

Prenta