2021
Aðalráðstefna: Heimslæg kirkjusamkoma
September/Október 2021


„Aðalráðstefna: Heimslæg kirkjusamkoma,“ Líahóna, September/Október 2021

Helstu trúarreglur

Aðalráðstefna: Heimslæg kirkjusamkoma

Við hlýðum á spámenn og aðra kirkjuleiðtoga á aðalráðstefnu. Þeir kenna okkur það sem Guð vill að við heyrum.

fólk kemur saman í ráðstefnuhöllinni fyrir aðalráðstefnu

Í apríl og október, ár hvert, heldur kirkjan röð samkoma sem kallaðar eru aðalráðstefna. Leiðtogar kenna og vitna um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans. Aðalráðstefna er haldin í Salt Lake City í Utah, Bandaríkjunum og send út um allan heim á rúmlega 90 tungumálum. Öllum meðlimum og áhugasömum er boðið að hlýða á ræðurnar.

Fyrstu ráðstefnur kirkjunnar

mynd af fólki við stofnun kirkjunnar

Kirkjan var opinberlega stofnuð á samkomu þann 6. apríl 1830 (sjá Kenning og sáttmálar 20). Fyrsta aðalráðstefnan var haldin 9. júní 1830. Aðalráðstefna hefur frá því verið haldin undir stjórn forseta kirkjunnar, hvar sem meðlimir kirkjunnar gátu komið saman. Á fimmta áratug 19. aldar hófu leiðtogar að halda ráðstefnu tvisvar á ári.

Hvernig ráðstefnur eru skipulagðar á okkar tíma

Æðsta forsætisráðið, Tólfpostulasveitin og aðrir kirkjuleiðtogar tala á aðalráðstefnu. Tabernacle Choir at Temple Square (Laufskálakórinn á Musteristorgi) og aðrir kórar kirkjunnar sjá um tónlistarflutning. Hver ráðstefna hefur fimm hluta: Þrjá á laugardegi og tvo á sunnudegi.

Kenningar leiðtoga

Russell M. Nelson forseti talar á aðalráðstefnu

Mánuðina fyrir aðalráðstefnu biðjast kirkjuleiðtogar fyrir um hvað skuli kenna. Drottinn veitir þeim innblástur um það sem þeir skulu segja. Þeir kenna sannleika fagnaðarerindisins og bjóða okkur að halda boðorð Guðs. Þeir bera líka vitni um Jesú Krist og hvetja okkur til að fylgja honum.

Læra af ráðstefnu

Fyrir aðalráðstefnu getum við beðist fyrir um að heyra það sem Drottinn vill að við lærum. Þegar við hlýðum á ræðurnar, mun andinn kenna okkur það sem við þurfum að vita. Eftir ráðstefnu eru ræðurnar birtar á kirkjajesukrists.org og í Gospel Library smáforritinu. Við getum lært ræðurnar í bænarhug, til að læra meira um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans.

Úr ritningunum

Jesús Kristur kenndi að við ættum að koma oft saman (sjá 3. Nefí 18:22).

Þegar meðlimir kirkjunnar tilbiðja saman, mun Drottinn vera mitt á meðal þeirra (sjá Matteus 18:20).

Drottinn bauð meðlimum kirkjunnar að „fræða og uppbyggja hver annan“ (Kenning og sáttmálar 43:8).

Þegar meðlimir kirkjunnar eru staðfastir og iðka trú á Krist, verður andi hans með þeim þegar þeir koma saman (sjá Kenning og sáttmálar 44:2).