2021
Að koma auga á hið góða í sjálfum sér
September/Október 2021


Ungt fullorðið fólk

Að koma auga á hið góða í sjálfum sér

Höfundur býr í Utah, Bandaríkjunum.

Hvernig mynduð þið skilgreina gjöf dómgreindar? Þar til nýlega, fór helsti tilgangur gjafarinnar algjörlega fram hjá mér.

Ljósmynd
woman looking away against background of sea and sky

Ljósmynd frá Getty Images

Mestan hluta lífs míns, hef ég skilgreint gjöf dómgreindar sem hæfni til að greina rétt frá röngu, sannleika frá villu. Þótt það sé mikilvægur hluti gjafarinnar, þá lærði ég nýlega að meira býr henni að baki.

Ég fann gersemi í neðanmálstexta ræðu, sem flutt var á aðalráðstefnu í apríl 2020. Ræðumaður vitnaði í Stephen L Richards forseta (1879–1959), fyrrum fyrsta ráðgjafa í Æðsta forsætisráðinu, sem sagði: „Æðsta tegund dómgreindar er að geta greint í öðrum þeirra betra eðli og afhjúpað þeim það, hið góða innra með þeim.“1

Hljómar þetta ekki eins og ljóðlist?

Heilagur andi getur hjálpað okkur að afhjúpa hið góða sem er innra með öðrum. Sannleikur þessara orða var mér svo ljúfur að ég vildi læra meira. Ég komst að því að öldungur David A. Bednar, í Tólfpostulasveitinni, hefur einnig kennt að gjöf dómgreindar hjálpi okkur að „finna og leiða fram hið góða sem gæti mögulega leynst í okkur sjálfum.2

Eftir þessa uppgötvun, hef ég áttað mig á því hversu mikilvægur hluti gjafar dómgreindar þetta er. Við þurfum að finna góða eiginleika í okkur sjálfum til að geta þroskað þá. Þegar við gerum það, finnst okkur við vera og breyta meira eins og börn Guðs, sem við erum í raun (sjá Sálmarnir 82:6; Mósía 5:7; Moróní 7:19).

Hvernig getum við þá byrjað að leita þess góða sem í okkur býr? Hér eru nokkrar leiðir sem geta komið ykkur af stað.

Einbeitið ykkur að því að nota styrkleika ykkar öðrum til blessunar

Það er kenningarlegur sannleikur að allir hafi hlotið ákveðnar gjafir Guðs (sjá Kenning og sáttmálar 46:11) – og það er ekki til einskis að hafa þær í huga. Drottinn hefur raunar beðið okkur um það! Ritningarnar kenna okkur að leita „af einlægni hinna bestu gjafa og [hafa] ávallt í huga til hvers þær eru gefnar“ (Kenning og sáttmálar 46:8; leturbreyting hér).

Þegar okkur er betur kunnugt um gjafir okkar eða hæfileika, ættum við að finna leiðir til að nota þær til að þjóna öðrum.

Ein leið til að bera kennsl á gjafir ykkar er að spyrja einhvern sem þið treystið! Spyrjið þau hverjir styrkleikar ykkar eru. Ef þið eruð eins og ég, mun ykkur finnast þetta hljóma vandræðalega. Munið þó að þetta snýst ekki um hégóma; þetta snýst um að finna hvaða einkenni eða eiginleika þið hafið að bjóða bræðrum ykkar og systrum hér í heimi (sjá Mósía 8:18).

Sem dæmi, þá sagði góðhjartaður nágranni eitt sinn mig búa að þeirri gjöf að geta hjálpað fólki að vera afslappað. Fremur en að leiða ábendinguna hjá mér sem ljúfu lofi, tók ég að leita þessarar gjafar í eigin lífi. Þegar ég gerði það, skildi ég að himneskur faðir gæti hjálpað mér að nota félagsfærni mína til að vingast við aðra og blessa fleiri en mig sjálfa.

Með því að þekkja gjafir ykkar, getið þið notað þær meðvitað til að blessa aðra (sjá Kenning og sáttmálar 82:18).

Ígrundið patríarkablessun ykkar

Ljósmynd
a young woman reading her patriarchal blessing

Ljósmynd eftir Judith Ann Beck

Patríarkablessanir eru líka góð heimild til að bera kennsl á okkar einstöku, guðsgefnu gjafir. Öldungur Larry R. Lawrence, áður af hinum Sjötíu, sagði: „Andinn getur sýnt okkur veikleika okkar, en hann getur líka sýnt okkur styrkleika okkar. … Þegar við lesum patríarkablessun okkar, erum við minnt á að himneskur faðir okkar þekkir okkar guðlegu möguleika.“3

Með því að ígrunda patríarkablessun ykkar, getið þið einbeitt ykkur að því að þróa þá eiginleika sem geta gert ykkur kleift að ná því sem ykkur er mögulegt.

Í mínu tilviki, ímynda ég mér hvernig móðir ég vonast eftir að verða einhvern daginn. Án þess að átta mig á því, festist ég í þeirri hugsun að góð móðir sé í góðu formi, skipulögð og falleg – og að kanilsnúðarnir hennar séu öfundarefni Líknarfélagssystra deildarinnar. Þótt þetta séu ekki slæmir hlutir, hefur ígrundun patríarkablessunar minnar sýnt mér fram á að Drottni er frekar annt um að ég sé góðhjörtuð og kærleiksrík móðir. Mér finnst að ég ætti að hafa mestan áhuga á að þroska þessa kristilegu eiginleika.

Að festa í minni og íhuga meðan á sakramentinu stendur

Ljósmynd
bread being broken for sacrament

Ljósmynd eftir Jerry Garns

Sakramentið er stund til að beina hugsunum okkar að frelsaranum. Það er líka stund til að íhuga eigin framþróun til að líkjast honum. Þegar þið vinnið að því að uppgötva ykkar eðlislægu góðu eiginleika, getið þið borið kennsl á þær stundir sem staðfestu gjafir ykkar, með því að horfa vikulega til baka á afrek ykkar, upplifanir og félagsleg samskipti.

Henry B. Eyring forseti, annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, sagði: „Þegar þið leggið mat á eigið líf í helgiathöfn sakramentis, þá vona ég að hugsanir ykkar snúist ekki aðeins um hið ranga sem þið hafið gert, heldur líka um hið góða sem þið hafið gert – stundir þar sem ykkur fannst himneskur faðir og frelsarinn vera ánægðir með ykkur. Þið getið jafnvel gefið ykkur tíma meðan á sakramentinu stendur til að biðja Guð um að hjálpa ykkur að koma auga á það.“4

Hér eru nokkrar spurningar sem þið gætuð spurt ykkur sjálf eða Guð meðan á sakramentinu stendur:

  • Hvernig fylgdi ég fordæmi Krists í vikunni?

  • Hverjum þjónaði ég?

  • Hvenær fann ég fyrir andanum í vikunni? Af hverju?

  • Hvaða kristilegu eiginleika reyni ég að þroska? Hvernig gengur mér?

  • Ætti ég að biðjast fyrir um hjálp varðandi eitthvað í lífi mínu?

  • Þarf ég að fyrirgefa einhverjum?

  • Get ég nefnt eitt vandamál, stórt eða smátt, sem himneskur faðir og Jesús Kristur hafa hjálpað mér með í vikunni?

Það hjálpar mér að leggja traust mitt á hann að íhuga góðvild Guðs og meta líf mitt meðan á sakramentinu stendur, frekar en að einbeita mér aðeins að mistökum mínum og veikleikum.

Eflið köllun ykkar

Af góðri ástæðu eru okkur gefnar kallanir, jafnvel þótt við þekkjum ekki ástæðuna í fyrstu.

Ég var eitt sinn kölluð í forsætisráð Líknarfélagsins í deild minni fyrir ungt fullorðið fólk. Ég var óðfús að byrja. Eftir nokkra mánuði, varð ég þó vondauf. Ég gat ekki séð neinn andlegan vöxt hjá þeim sem ég reyndi að þjóna. Framtak mitt við heimsóknir og að vingast við þá virtist misheppnast.

Sunnudag nokkurn leið mér eins og ég hefði ekki þær andlegu gjafir sem hjálpa öðrum að vera góðir hirðisþjónar. Bæn mín meðan á sakramentinu stóð þann daginn, snerist um að finna fullvissu um eigin hæfni til að þjóna í köllun minni. Mér fannst ég knúin til að biðja um prestdæmisblessun.

Ég hitti biskupinn minn og eitt af því fyrsta sem hann sagði við mig þegar hann lagði hendur á höfuð mitt var: „Himneskur faðir kann að meta þá vinsemd sem þú sýnir öðrum.“

Andinn kom yfir mig og ég fann fullvissu um að Drottinn væri ánægður með framtak mitt. Mér fannst ég sannlega búa yfir hluta þeirra gjafa sem þarf til að þjóna með kærleika. Ég hafði bara litið til þess sem misheppnaðist, frekar en þess sem heppnaðist.

Kallanir ykkar veita góð tækifæri til að finna og nota ykkar andlegu gjafir.

Þið getið byrjað nú þegar

Við þurfum ekki að bíða eftir því að hefjast handa við að afhjúpa hið góða í okkur.

Dieter F. Uchtdorf forseti, fyrrum annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, sagði:

„Stundum er kjarkur úr okkur dreginn vegna þess að við erum ekki ‚meira’ af einhverju – virt meira, andlegri, greindari, heilbrigðari, ríkari, vinalegri eða getumeiri. …

Ég hef lært í mínu lífi að við þurfum ekki að vera ‚meira’ af einhverju til að verða sú manneskja sem Guð ætlaði okkur að verða.“5

Við getum byrjað með bæn. Segið himneskum föður frá því hvernig ykkur líður núna með ykkur sjálf og hvernig þið viljið að ykkur líði með ykkur sjálf. Biðjið hann sérstaklega um gjöf dómgreindar til að hjálpa ykkur að sjá gæskuna sem býr hið innra. Einhverjar ljúfustu stundir lífs míns má rekja til þessara bæna. Ég trúi að himneskur faðir vilji óðfús hjálpa okkur öllum að skilja allt á sinn hátt.

Vegna auðkennis okkar sem barna Guðs, eru okkur ætlaðir miklir hlutir (sjá Kenning og sáttmálar 78:17). Með gjöf dómgreindar getum við sjálf hlotið þá vitneskju.

Heimildir

  1. Stephen L Richards, í Douglas D. Holmes, „Djúpt í hjörtum okkar,“ aðalráðstefna, apríl 2020.

  2. David A. Bednar, „Quick to Observe“ (trúarsamkoma í Brigham Young háskóla, 10. maí 2005), 5, speeches.byu.edu; leturbreyting hér.

  3. Larry R. Lawrence, „Hvers er mér enn vant?” aðalráðstefna, október 2015.

  4. Henry B. Eyring, „Hafa hann ávallt í huga,“ Líahóna, febrúar 2018.

  5. Dieter F. Uchtdorf, „Það virkar dásamlega!“ aðalráðstefna, október 2015.

Prenta