2021
Hjálpa öðrum að búa sig undir óvæntar þarfir
September/Október 2021


Reglur hirðisþjónustu

Hjálpa öðrum að búa sig undir óvæntar þarfir

Sem þjónandi bræður og systur, getum við hjálpað bræðrum okkar og systrum að búa sig undir ótryggan heim.

Ljósmynd
a mother and her toddler son planting an indoor garden

Ljósmynd frá Getty Images

Heimsfaraldrar, náttúruhamfarir, efnahagskreppur, pólítísk umbrot og ofbeldisfullar deilur – hafa öll tröllriðið heiminum á liðnu ári. Til viðbótar við þessa stórfelldu atburði, stöndum við einnig andspænis óvæntum áskorunum í einkalífinu, t.d. veikindum, tekjutapi, hjónaskilnaði o.s.frv.

Að reyna að undirbúa okkur fyrir hið óvænta, getur stuðlað að velferð og öryggi okkar sjálfra og annarra. Hvað getum við gert, sem þjónandi bræður og systur, til að hjálpa ástvinum okkar að standast óvænta storma lífsins?

Carlomagno Aguilar frá Angeles, Filippseyjum, er eitt dæmi. Þegar hann komst að því að svæðið hans færi í einangrun vegna Kóvid-19 faraldursins, flýtti hann sér að kaupa vistir – en innkaupalisti hans var frábrugðinn þeirra sem umhverfis voru. Hann var með áætlun um að vera viðbúinn – kaupa fræ og áburð fyrir garðinn sinn.

Ljósmynd
video still of man teaching about growing food

Carlomagno Aguilar setti upp rás á netinu til að kenna um borgarbúskap.

Til að reyna að vera meira sjálfbjarga, hefur Carlomagno verið bóndi í borg árum saman. Hann þjónar líka nágrönnum sínum, bæði með því að gefa þeim af uppskeru garðsins og kenna þeim að rækta eigin matvæli. Hann setti líka upp rás á netinu, þar sem ábendingar hans og kennsla er aðgengileg öllum og hjálpar þannig bræðrum sínum og systrum að verða sjálfbjarga og viðbúin framtíðinni.

W. Christopher Waddell biskup, fyrsti ráðgjafi í Yfirbiskupsráðinu, kenndi: „Þegar við tökum á móti andlegum reglum og leitum innblásturs frá Drottni, munum við leidd til að þekkja vilja Drottins fyrir okkur, sem einstaklinga og fjölskyldna, og hvernig best sé að fylgja mikilvægum reglum stundlegs viðbúnaðar. Mikilvægasta skref allra er að hefjast handa“ („Það var brauð,“ aðalráðstefna, október 2020).

Að hjálpa hvert öðru að vera viðbúin í þessum ótrygga heimi er einföld grundvallarleið til að sýna kristilegan kærleika. Hjálpum hvert öðru að taka þetta „mikilvægasta skref“ að hefjast handa.

Ábendingar um að liðsinna öðrum

Hirðisþjónusta hefst, eins og alltaf, með bænheitri íhugun og samráði. Eftirfarandi tillögur geta hjálpað ykkur að hugsa til enda hvernig þið eða þeir sem þið þjónið, getið byrjað að búa ykkur undir að takast á við óvæntar áskoranir.

  1. Hugsið um heildina. Hægt er að undirbúa sig á margan hátt fyrir hin mismunandi svið lífs okkar. Mikilvægt er að birgja sig upp af og rækta mat eftir bestu getu, undirbúa sig fjárhagslega, þroska sterkan tilfinningalegan sveigjanleika og útbúa áætlanir fyrir neyðartilfelli.

  2. Ræðið þær áskoranir sem líklegastar eru á ykkar svæði og hvernig skuli bregðast við þeim. Ýmis svæði heimsins hafa sérstæðar áskoranir. Ef þið búið á jarðskjálftasvæði, ræðið þá hvernig gera mætti heimili ykkar öruggari, t.d. með því að festa þung húsgögn við veggi. Ef þið búið þar sem fellibyljir eru algengir, ræðið þá hvernig bregðast mætti við í þessum aðstæðum, t.d. með því að hafa kveikt á fréttum í útvarpi eða færa ykkur á hærra landsvæði.

  3. Ræðið hvernig stofna mætti neyðarsjóð. Sparnaður getur komið til góðs ef þið missið atvinnuna eða útgjöld aukast óvænt. Ræðið hvernig leggja mætti fyrir, t.d. með því að byrja smátt og leggja smávegis fyrir í hvert sinn sem þið fáið útborgað, þar til þið náið markmiði ykkar.

  4. Safnið saman birgðum í neyðartösku. Að hafa neyðartösku tilbúna, getur hjálpað ykkur ef þið þurfið að yfirgefa heimili ykkar í skemmri tíma. Vinnið saman að því að hugsa um og safna saman nauðsynlegum hlutum. Þetta er hægt að gera yfir lengri tíma og þarf ekki að gerast allt í einu. Hugið að skjóli, mat og vatni, sjúkravörum, ljósi, fjarskiptum, nauðsynlegum skjölum, peningum, fötum til skiptanna, afþreyingarhlutum (leikjum, bókum, leikföngum fyrir börnin) og öllu öðru þarflegu.

  5. Stuðlið að vináttu við þá einstaklinga sem þið þjónið. Það er mikilvægt að búa yfir hæfni til að geta tekist á við þær tilfinningar sem fylgja erfiðleikum. Einn þessara hæfileika er að búa að heilbrigðum samböndum. Þegar þið styrkið vinskap við einstaklinga, hjálpið þið þeim að búa til stuðningskerfi.

  6. Ræðið matarforða. Það getur verið gagnlegt að geta átt auka matvæli í neyðartilfellum. Skorið á hvert annað að byggja upp forða til skemmri tíma, sem þið notið og endurnýið í ykkar daglegu eldamennsku. Byrjið síðan á því að safna saman grunnvöru til lengri tíma. Ef lítið pláss fyrir matarforða er fyrir hendi eða ef bannað er með lögum að geyma mikinn mat, geymið þá eins mikið og hentar ykkar aðstæðum.

Prenta