2021
Hvernig get ég hjálpað til við að sigrast á fordómum?
September/Október 2021


Hvernig get ég hjálpað til við að sigrast á fordómum?

Hér eru sex leiðir hvernig við getum horfið frá fordómum og stuðlað að virðingu.

Ljósmynd
women sitting in circle enjoying sharing stories in group meeting

Hvað get ég gert til að sigrast á fordómum?

1. Lítið fyrst inn á við. Við getum heitið því að bera kennsl á og hverfa frá hvers kyns „fordómafullri afstöðu og athöfnum“ innra með okkur sjálfum.1

Russell M. Nelson forseti sagði: „Hver sá sem hefur fordóma meðal okkar gagnvart öðrum kynþætti þarf að iðrast!“2

2. Leitist eftir að skilja. Takið ykkur tíma til að hlusta á þá sem orðið hafa fyrir fordómum. Það getur náð yfir áreiðanlegar bækur, kvikmyndir og fréttapistla sem fjalla um viðfangsefnið.3

Darius Gray, áberandi bandarískur meðlimur af afrísku bergi brotinn og kirkjuleiðtogi, sagði: „Ef við legðum okkur sannlega fram við að hlusta á þá sem við teljum vera ‚aðra‘ og ef við einbeittum okkur ósvikið að því að leyfa þeim að miðla af lífi sínu, sögu þeirra, fjölskyldu, vonum og sársauka, þá myndum við ekki aðeins öðlast meiri skilning, heldur myndi sú iðja fara langt með að græða sár kynþáttahyggju.“4

3. Látið heyra í ykkur. Ef þið heyrið einhvern deila rangri eða neikvæðri hugmynd um kynþætti, látið þá heyra í ykkur á vingjarnlegan en ákveðinn máta.

Dallin H. Oaks, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, sagði: „Við, sem þegnar og meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, verðum að gera betur til að uppræta kynþáttafordóma.“5

Öldungur Gerrit W. Gong, í Tólfpostulasveitinni, kenndi: „[Okkur] er … boðið að breyta heiminum til hins betra, innan frá og út, einum einstaklingi í senn, einni fjölskyldu í senn, einu hverfi í senn.“6

Hvað get ég gert ef ég hef orðið fyrir mismunun?

Ljósmynd
man in wheelchair communicates cheerfully with employees at the office

1. Fyrirgefið og bætið við ykkur vini. Þegar gjörðir annarra særa okkur, getum við kennt og fyrirgefið og leitast eftir að mynda tengsl.

Þegar öldungur Fred A. ‚Tony‘ Parker þjónaði sem svæðishafi Sjötíu, sagði hann: „Þegar ég hef verið fórnarlamb kynþáttafordóma, hef ég náð árangri með því að ráðast beint í verkið, fyrirgefa einstaklingnum og ræða málið. Ef einhver segir nokkuð til að særa mig, þá þarf ég að finna leið til að koma þeim í skilning um hvers vegna það er sárt. Þetta er tækifæri ekki aðeins til að fyrirgefa, heldur einnig að mynda tengsl, svo viðkomandi líti ekki bara á Tony Parker sem Bandaríkjamann af afrísku bergi brotinn, heldur sem barn Guðs. Jesús kenndi um fyrirgefningu (sjá Matteus 18:21–35) og hann kenndi okkur að við ættum að tala við einstaklinginn og leysa úr flækjunni þegar við höfum verið særð (sjá Matteus 18:15).“7

2. Lærið gagnlegar lexíur af sársaukafullum upplifunum (sjá Kenning og sáttmálar 122:7).

Presturinn Amos C. Brown segir frá Howard Washington Thurman. Howard bjó við hliðina á konu sem fór illa með fjölskyldu hans vegna þess að þau voru svört – hún henti jafnvel hænsnaskít yfir í garð Thurman fjölskyldunnar.

Þegar konan veiktist, færði móðir Howards henni súpu og rósir. Konan spurði þakklát hvaðan blómin kæmu. Frú Thurman útskýrði: „Á meðan þú hentir hænsnaskítnum var Guð að undirbúa jarðveginn.“

„Þetta er það sem við þurfum að gera þegar við erum umkringd hinu illa,“ sagði séra Brown. „Takið skítkastinu en hafið trú á að Guð noti það sem áburð til að rækta rósagarð.“8

3. Snúið ykkur til Krists til að læknast og fá leiðsögn. Að treysta frelsaranum fyrir sársauka ykkar og að fylgja honum getur fært frið.

Öldungur D. Todd Christofferson, í Tólfpostulasveitinni, kenndi að Jesús Kristur, til viðbótar við að endurleysa okkur frá synd með því að fullnægja þeim kröfum sem réttlætið gerir til okkar, „[fullnægi] einnig þeirri skuld sem réttlætið skuldar okkur, með því að græða og bæta fyrir hverja þá þjáningu sem við óverðskuldað verðum fyrir.“9

Frelsarinn sýnir hið fullkomna fordæmi sem við getum fylgt eftir. Hann kenndi okkur hvað skuli gera þegar okkur er misboðið (sjá Matteus 18:15), er við erum ofsótt (sjá Matteus 5:38–48) og jafnvel dæmd til dauða á óréttlátan hátt (sjá Lúkas 23:34).

Heimildir

  1. General Handbook: Serving in The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, 38.6.14, ChurchofJesusChrist.org.

  2. Russell M. Nelson, í „President Nelson Shares Social Post about Racism and Calls for Respect for Human Dignity,“ Newsroom, 1. júní 2020, newsroom.ChurchofJesusChrist.org.

  3. Sjá „Seeking Information from Reliable Sources,“ General Handbook, 38.8.45.

  4. Darius Gray, „Healing the Wounds of Racism,“ 5. apríl 2018, blog.ChurchofJesusChrist.org.

  5. Dallin H. Oaks, „Elskið óvini ykkar,“ aðalráðstefna, október 2020.

  6. Gerrit W. Gong, „Öllum þjóðum, kynkvíslum og tungum,“ aðalráðstefna, október 2020.

  7. Fred A. „Tony“ Parker, „The Savior Heals Our Hurts,“ Ensign, júní 2018, 44–45.

  8. „We Are Family: A Discussion on Overcoming Prejudice with Elder Jack N. Gerard and the Reverend Amos C. Brown,“ Liahona, september 2021, netútgáfa.

  9. D. Todd Christofferson, „Endurlausn,“ aðalráðstefna, apríl 2013.

Prenta