2023
Prestdæmisblessanir
Mars 2023


„Prestdæmisblessanir,“ Líahóna, mars 2023.

Helstu trúarreglur

Prestdæmisblessanir

Kristur vígir postulana tólf

Kristur vígir postulana tólf, eftir Harry Anderson

Prestdæmisblessun er veitt með innblæstri frá Melkísedeksprestdæmishafa. Prestdæmisblessanir gera öllum börnum Guðs kleift að hljóta kraft hans, lækningu, huggun og leiðsögn.

Prestdæmið

Prestdæmið er kraftur og vald Guðs. Verðugir menn sem hafa Melkísedeksprestdæmið, starfa í nafni Jesú Krists þegar þeir veita prestdæmisblessunum. Þegar þeir veita þessar blessanir, fylgja þeir fordæmi frelsarans um að blessa aðra.

hendur á höfði

Ljósmynd frá David Winters

Hvernig staðið er að því að gefa blessanir

Prestdæmisblessanir eru veittar með handayfirlagningu. Melkísedeksprestdæmishafi leggur hendur sínar á höfuð þess sem fær blessunina. Hann veitir síðan blessun eins og andinn leiðbeinir. Þeir sem veita blessanir og þeir sem hljóta þær, iðka trú á Guð og treysta á vilja hans og tímasetningu.

Nafngjöf og blessun barna

Eftir að barn fæðist, gefur prestdæmishafi því nafn og blessun (sjá Kenning og sáttmálar 20:70). Þetta er oftast gert á föstu- og vitnisburðarsamkomum. Barninu er fyrst gefið nafn. Þá blessar prestdæmishafinn barnið.

veikur drengur sem fær prestdæmisblessun

Blessanir fyrir sjúka

Melkísedeksprestdæmishafar geta gefið fólki sem er veikt blessanir. Slík blessun er tvíþætt: smurning með olíu og innsiglun smurningarinnar. Fyrst setur prestdæmishafi dropa af ólífuolíu sem hefur verið helguð, eða blessuð, á höfuð viðkomandi og flytur stutta bæn. Þá innsiglar annar prestdæmishafi smurninguna og veitir viðkomandi blessun samkvæmt leiðsögn heilags anda.

Blessun huggunar og leiðsagnar

Melkísedeksprestdæmishafar geta gefið fjölskyldumeðlimum og öðrum sem þess biðja huggun og leiðsögn. Faðir sem hefur Melkísedeksprestdæmið, getur veitt börnum sínum föðurblessanir. Þetta getur verið einkar gagnlegt þegar börn standa frammi fyrir sérstökum áskorunum.

Setja meðlimi í embætti til að þjóna í köllunum

Þegar kirkjumeðlimir fá köllun, er þeim veitt blessun þegar þeir eru settir í embætti til starfa. Prestdæmisleiðtogi blessar þá með valdsumboði til að starfa í kölluninni. Prestdæmisleiðtoginn veitir þeim líka blessun til að hjálpa þeim í þjónustu sinni.

kona les patríarkablessun sína

Ljósmynd frá Shauna Stephenson

Patríarkablessanir

Sérhver verðugur kirkjumeðlimur getur hlotið patríarkablessun. Sú blessun veitir persónulega leiðsögn frá Drottni. Hún getur veitt leiðsögn og huggun í gegnum lífið. Hún tilgreinir líka ætterni viðkomandi einstaklings í húsi Ísraels. Aðeins vígður patríarki getur veitt þessa tegund blessunar.