2023
Hver er merking þess að vera kölluð af Drottni?
Mars 2023


„Hver er merking þess að vera kölluð af Drottni?“ Líahóna, mars 2023.

Kom, fylg mér

Matteus 10

Hver er merking þess að vera kölluð af Drottni?

Jesús situr og kennir fylgjendum sínum

Í Matteusi 10, vígir frelsarinn postula sína tólf og veitir þeim mátt, vald og þekkingu til að prédika fagnaðarerindi sitt og stofna kirkju sína. Hann lofar þeim líka krafti til að lækna, reka út anda og tala með valdi (sjá vers 1, 20). Þegar þið lesið í Matteusi 10, um Drottin undirbúa postulana fyrir köllun þeirra, skuluð þið íhuga hvernig Drottinn hefur búið ykkur undir þjónustu ykkar í kirkjunni.

Leiðsögn frá Drottni

Drottinn gaf postulunum líka nokkur mikilvæg fyrirmæli, sem myndu hjálpa þeim og styðja í þjónustu þeirra. Margt í leiðsögn hans getur líka átt við um okkur í þjónustu okkar. Þegar þið lesið eftirfarandi vers í Matteusi 10, gætið þá að fyrirmælunum og boðunum sem Drottinn veitir þeim.

  • Vers 8:

    ____________________

  • Vers 19:

    ____________________

  • Vers 29–31:

    ____________________

  • Vers 39:

    ____________________

Þegar þið eruð kölluð til að þjóna í kirkjunni, mun Drottinn hjálpa ykkur að vinna verk sitt. Hann mun blessa ykkur með reynslu, leiðsögn og opinberun. Þið verðið sett í embætti og hljótið valdsumboð frá Guði til að framfylgja köllun ykkar.

Þið getið lært meira um ábyrgðarskyldur köllunar ykkar í General Handbook á ChurchofJesusChrist.org.