2023
Áminning kirkjuklukknanna
Mars 2023


„Áminning kirkjuklukknanna,“ Líahóna, mars 2023.

Frá Síðari daga heilögum

Áminning kirkjuklukknanna

Hefði ég brugðist við ábendingunni, hefðum við haft meiri tíma til að kenna Giuseppe fagnaðarerindið.

Ljósmynd
klukkuturn

Einn undirbúningsdaginn vorum ég og trúboðsfélagi minn að heimsækja dómkirkju í Parma á Ítalíu. Þegar ég dáðist að fallegu málverkunum þar, tók ég eftir munki við lestur þar nærri. Ég hlaut hvatningu til að tala við hann um Mormónsbók, en ég varð smeykur.

Hvernig myndi kaþólskur munkur bregðast við trúboða sem boðaði trú í dómkirkju? Hvatningin kom aftur, en aftur vísaði ég henni á bug.

Nokkrum vikum síðar sögðu hinir tveir öldungarnir í íbúðinni okkur að þeir hefðu hitt munk að nafni Giuseppe í götutrúboði sínu. Eftir að þeir höfðu kennt honum lexíu, hafði hann þegið eintak af Mormónsbók.

Þegar trúboðarnir hittu Giuseppe viku síðar hafði hann þegar lesið mikið af bókinni. Hann hreifst var mjög af henni.

Áður en trúboðarnir hittu Giuseppe aftur, var félagi minn fluttur til, svo ég var í samfélagi við þá. Þegar við fórum til að kenna Giuseppe í dómkirkjunni, kom mér ekki á óvart að uppgötva að hann var sami munkurinn og ég hafði áður verið hvattur til að tala við.

Giuseppe sagði okkur að hann væri að lesa bók Alma, sem hann líkti við Pál postula. Við ákváðum að kenna honum aðra lexíuna sem lauk með boð um að láta skírast. Í lok kennslustundar okkar, rétt áður en við gátum boðið Giuseppe að fylgja fordæmi Jesú Krists með því að láta skírast, tóku kirkjuklukkur dómkirkjunnar að klingja, svo okkur var brugðið.

Giuseppe hafði gleymt tímanum og sagðist þurfa að fara með hinum munkunum í hádegisbænir. Hann baðst síðan afsökunar og sagðist verða ótiltækur í framtíðinni, vegna þess að hann væri að fara í klausturathvarf. Vígsla hans til prests myndi síðan fylgja í kjölfarið.

Það kom okkur á óvart hvernig þessi merkisstund flosnaði upp. Hefði ég brugðist við fyrri ábendingum mínum, hefðum við haft meiri tíma til að kenna Giuseppe og hann hefði haft tíma til að ljúka lestri Mormónsbókar. Eftir því sem ég best veit, kenndu trúboðar honum aldrei aftur.

Eftir þessa reynslu, minntu kirkjuklukkurnar mig á það hve dýrmætur og stuttur tími okkar er. Í hvert sinn sem ég heyrði kirkjuklukkurnar klingja í trúboði mínur eftir þetta, var ég hvattur til að tala við hvern þann sem ég gat um fagnaðarerindið. Í dag reyni ég enn að fylgja hvatningu frá andanum.

Prenta