2023
Treysta á mátt Drottins og spámenn
Mars 2023


„Treysta á mátt Drottins og spámenn,“ Líahóna, mars 2023.

Fyrir foreldra

Treysta á mátt Drottins og spámenn

Nelson forseti og systir Nelson heilsa tveimur drengjum

Ljósmynd eftir Ravell Call, Deseret News

Kæru foreldrar,

í heimi okkar, þar sem sífellt meiri ringulreið ríkir, getur verið auðvelt að fyllast ótta og óvissu. Þegar við hins vegar snúum okkur til Jesú Krists til hughreystingar, getur hann veitt okkur frið í stormum lífsins. Lesið greinarnar í þessu blaði til að komast að því hvernig frelsarinn getur hjálpað ykkur að sigrast á áskorunum ykkar.

Trúarlegar umræður

Frelsarinn býður fúslega frið á erfiðum tímum

Lesið með fjölskyldu ykkar grein öldungs Uchtdorf á síðu 4, um það hvernig traust á virkjandi mætti Krists getur veitt frið í erfiðum aðstæðum. Ræðið saman um það hvernig Jesús býður líkn. Hvað getið þið gert til að bjóða krafti hans í líf ykkar?

Hvernig blessar prestdæmið fjölskyldu okkar?

Lesið greinina á síðu 22 um prestdæmisblessanir. Bjóðið fjölskyldumeðlimum að segja frá því þegar þeim var veitt prestdæmisblessun. Hvernig leið þeim? Hvernig hjálpaði blessunin þeim? Myndi blessun hjálpa fjölskyldumeðlim núna?

Drottinn notar spámann sinn til að hjálpa okkur að þróa með okkur hugrekki

Í greininni á síðu 30, ræðir öldungur Sikahema hvernig það hjálpaði honum að vera staðfastur í trú sinni og stöðlum sínum með því að fylgja kenningum spámannsins, þegar hann var atvinnumaður í amerískum fótbolta og alla ævi. Eftir lestur þessarar greinar, gætuð þið látið hvern fjölskyldumeðlim segja frá tilviki þar sem það að fylgja spámanninum hjálpaði þeim að hafa hugrekki.

Kom, fylg mér Fjölskylduskemmtun

Vaxa og vaxa dag hvern

Sem meðlimir hinnar endurreistu kirkju Jesú Krists, erum við ábyrg fyrir því að hjálpa til við vöxt ríkis Guðs á jörðu. Matteus 13:31–32 segir:

„Líkt er himnaríki mustarðskorni sem maður tók og sáði í akur sinn.

Smæst er það allra sáðkorna en nær það vex er það öllum jurtum meira, það verður tré, og fuglar himins koma og hreiðra sig í greinum þess.“

  1. Sitjið í hring og hniprið ykkur saman eins og örlítið mustarðskorn.

  2. Látið alla skiptast á að nefna verkefni sem þau gætu gert á hverjum degi til að hjálpa kirkjunni að vaxa (gefa vitnisburð sinn, miðla ritningarversi á samfélagsmiðlum, miðla vini sannleika fagnaðarerindisins o.s.frv.).

  3. Í hvert sinn sem einhver tilgreinir verkefni sem hjálpar kirkjunni að vaxa, rétta allir örlítið úr sér og taka síðan að standa upp, þar til þau standa upprétt.

  4. Ræðið við fjölskyldu ykkar um ástæðu þess að mikilvægt sé að hver einstaklingur leggi sitt af mörkum til að stuðla að vexti kirkjunnar.