2023
Útsýnið mitt ofan frá
Mars 2023


„Útsýnið mitt ofan frá,“ Líahóna, mars 2023.

Frá Síðari daga heilögum

Útsýnið mitt ofan frá

Ég varpaði því næstum frá mér sem ég þurfti til að ná markmiði mínu.

Ljósmynd
Roy Peak svæði

Ljósmynd af Roy Peak svæðinu eftir höfundinn

Nýlega fór ég í fræga gönguför til Roy Peak í fallegu fjöllunum á Suðureyju í Nýja Sjálandi. Þar sem gangan tók nokkrar klukkustundir, tók ég aðeins það nauðsynlegasta: smá snarl og mikið vatn.

Þegar ég hóf gönguna, fannst mér bakpokinn þegar þungur. Þegar hálftími var liðinn af göngunni, fann ég þyngd pokans enn meira á herðum mínum og baki. Eitt augnablik hvarflaði að mér að losa mig við eitthvað af vatninu. Um leið vissi ég þó að ég þarfnaðist þess.

Einni og hálfri klukkustund áður en ég kom á fjallstoppinn, varð leiðin brattari og þakin snjó. Ég fór að halda að ég gæti ekki náð toppnum, en markmið mitt hvatti mig áfram.

Þegar ég loks kom á toppinn, fannst mér bakpokinn mun léttari. Þá var ég búin að borða snarlið mitt og drekka mestan hluta vatnsins. Ég hvíldi mig og naut hins fallega útsýnis að ofan og velti fyrir mér ferð minni – upp á fjallstindinn og í lífinu.

Í margar klukkustundir hafði ég gengið upp í móti, nært mig og drukkið vatn, svo ég hefði styrk til að halda áfram. Það sem virtist vera byrði í upphafi – hið lífgefandi vatn – blessaði mig til að ég næði markmiði mínu.

Við upplifum öll hæðir og lægðir, en heilagur andi hjálpar okkur að taka góðar ákvarðanir. Ég skildi næstum meira en hálfan lítra af vatni eftir á slóðinni, en ég fann mig knúna til að taka það með.

Votum augum þakkaði ég himneskum föður fyrir þessar hugleiðingar. Að vera á snæviþöktu fjallinu þennan dag, hvatti mig til að ígrunda líf mitt, ákvarðanir mínar, markmið mín og bakpokann minn.

Fyrir gönguferðina var ég full óvissu varðandi líf mitt og starf mitt í framandi landi. Núna finn ég hins vegar að allt verður í lagi. Ég veit að Drottinn mun annast um mig.

Í samfélagi andans veit ég að ég get tekið réttar ákvarðanir, sem munu lyfta mér sálarlega, líkamlega og andlega. Þegar mér finnst ég íþyngd, get ég leitað til frelsara míns, uppsprettu hins „lifandi vatns“ (Jóhannes 4:10). Ég veit að hann mun næra mig og létta byrði mína (sjá Matteus 11:28–30).

Prenta