„Hvernig getur frelsarinn hjálpað mér?“ Líahóna, mars 2023.
Kom, fylg mér
Hvernig getur frelsarinn hjálpað mér?
Jesús „gekk um, gerði gott“ (Postulasagan 10:38): Hann læknaði líkþráan mann (sjá Matteus 8:2–3). Hann læknaði þjón hundraðshöfðingja, sem fann sig óverðugan en trúði að frelsarinn myndi samt hjálpa sér (sjá Matteus 8:5–13). Hann veitti lærisveinum sínum frið í stormi (sjá Matteus 8:23–27). Þegar hann sá konu sem var frávita yfir dauða einkasonar síns, huggaði hann hana og veitti henni von og reisti síðan son hennar upp frá dauðum (sjá Lúkas 7:11–15).
Verkefni
Við getum fundið fyrir krafti frelsarans í dag þegar við iðkum trú á hann. Lesið eina af frásögnunum í Kom, fylg mér, sem lesa ber í þessari viku. Gætið að því hvernig frelsarinn brást við þörfum og trú fólksins.
Hugleiðið eða ræðið eftirfarandi spurningar til að átta ykkur á því hvernig frelsarinn hefur hjálpað ykkur í lífi ykkar:
-
Hvenær hef ég sett trú mína á frelsarann og fundið lækningu hans (tilfinningalega, sálarlega, andlega eða líkamlega)?
-
Hvenær hef ég fundið frið hans?
-
Hvenær hef ég hlotið óvænta hjálp frá frelsaranum?
-
Hvernær hef ég séð hönd hans í kraftaverki eða ljúfri náð hans?
-
Hvernig get ég styrkt trú mína á hann í lífi mínu núna og meðtekið hjálp hans?