Draumur fyrir Dieter
Tekið úr ræðu öldungs Dieters F. Uchtdorf „Call for Heroes! [Kallað á hetjur!]“ (Heimslæg BYU-Pathway trúarsamkoma, 14. júlí 2020, byupathway.org/devotionals).
Þegar öldungur Dieter F. Uchtdorf var drengur, naut hann þess að horfa á flugvélar. Hann ímyndaði sér að fljúga einni þessara stóru flugvéla.
Einhvern tíma langar mig að verða flugmaður.
Fjölskylda Dieter átti hins vegar ekki mikinn pening. Þau höfðu verið flóttamenn og þurft að yfirgefa heimili sitt í tvígang til að fara til nýs lands.
Á meðan önnur börn léku sér, vann Dieter sem sendill til að hjálpa fjölskyldu sinni.
Stundum fannst honum að draumur hans myndi aldrei verða að raunveruleika!
Þegar Dieter óx upp, vann hann þó hörðum höndum að því að láta draum sinn rætast. Hann hafði trú á því að himneskur faðir myndi hjálpa honum.
Hann gekk í flugherinn og þjálfaði sig í að verða sá besti flugmaður sem hann gæti orðið.
Að lokum náði hann að láta draum sinn rætast. Hann flaug stórum flugvélum í mörg ár!
Kannski veltið þið því fyrir ykkur hvort að ykkar draumar séu líka mögulegir.
Kannski verður það ekki auðvelt, en þið getið látið það ganga upp.
Þið gætuð þurft að takast á við mótlæti, en það gæti gert ykkur sterkari. Guð er með ykkur alla leiðina!
„Vinnið hörðum höndum. Hafið trú. Hafið von. Treystið Guði. Ef þið gerið ykkar hlut þá mun allt ganga upp.“