Að hjálpa eins og Jesús
Jesús miðlaði öðrum
Eftir upprisu Jesú sá hann lærisveina sína á báti. Þeim var ekki að takast að veiða neinn fisk. Jesús sagði þeim að kasta netum sínum hinu megin bátsins. Þeir veiddu svo marga fiska að netið þeirra varð of þungt! Því næst komu lærisveinarnir saman með Jesú á landi. Þeir sátu með honum við varðeld. Jesús neytti brauðs og fisks með þeim. Hann spurði Pétur: „Elskar þú mig?“ Því næst sagði hann: „Gæt sauða minna.“ Það sem hann meinti var að Pétur ætti að miðla öðrum fagnaðarerindinu. Við getum sýnt Jesú elsku með því að miðla öðrum eins og hann gerði.
Ég hjálpaði með því að gera smákökur fyrir nýja nágranna okkar. Konan talaði einungis arabísku en hún bauð okkur inn. Við fengum að eiga stund saman og kynnast hvert öðru, jafnvel þó að við töluðum ekki sama tungumál. Hún var mjög viðkunnaleg og hjálpaði mér að líða vel hið innra.
Grayson C. 5 ára, Abu Dhabi, Sameinuðu arabísku furstadæmin.