2021
Ein ferskja í einu
Júlí/ágúst 2021


Frá vini til vinar

Ein ferskja í einu

Úr viðtali við Amber Healey

girl picking a peach

Þegar ég var lítil stúlka fóru foreldrar mínir með okkur systur mína í aldingarð sem kirkjan átti. Við vorum þar til að týna ferskjur. Við klifruðum upp í stóra stiga og teygðum okkur upp í gegnum þykka trjákrónuna til að tína ferskjurnar af trjánum.

Fyrst í stað vorum við spenntar. Fljótlega var okkur farið að klæja undan loðnu hýðinu á ferskjunum! Við sögðum mömmu okkar: „Við viljum ekki gera þetta lengur. Við viljum hætta.“

Mamma spurði hvort við vissum hvert allar ferskjurnar færu. Þegar við svöruðum því neitandi, útskýrði hún það fyrir okkur.

family eating together

„Hver þessarra ferskja fer í byggingu þar sem sjálfboðaliðar setja þær í dósir. Svo eru þessar dósir gefnar fólki sem þarfnast matar. Á hverju ári gefur kirkjan þúsundir dósa af mat.“

Skyndilega hættum við systurnar að hafa áhyggjur af kláðanum. Við vorum að hjálpa fólki sem þarfnaðist matar! Eftir þetta höfðum við gaman að því að klifra upp stigana og tína þessa loðnu litlu appelsínugulu ávexti.

Á þessu ári höfum við beðið ykkur að taka þátt í boði Hjálparhanda (sjá Barnavin í janúar 2021). Það að þjóna öðrum eins og Kristur þjónaði, er það mikilvægasta sem þið getið gert. Börn hafa þá sérstöku gjöf að taka eftir þeim sem eru í þörf og bjóða fram aðstoð sína. Eitt lítið þjónustuverk kann ekki að virðast mikið í fyrstu. Ef öll börnin um allan heim myndu leita leiða til að þjóna, þá myndi það gera ótrúlega hluti!

Friend, July 2021 Tier 2

Myndskreyting eftir Toby Newsome