2021
Kirkjusöguspjöld
Júlí/ágúst 2021


Kirkjusöguspjöld

Klippið út spjöldin, brjótið saman á brotalínunni og límið þau svo saman.

Jane Manning James

Ljósmynd
Jane Manning James

1822–1908

„Við fórum … fagnandi, syngjandi sálma og þakkandi Guði.“

Úr, „The Autobiography of Jane Manning James,“ eftir James Goldberg, Church History, 11. des., 2013, history.ChurchofJesusChrist.org.

  • Hún gekk í kirkjuna í Connecticut, Bandaríkjunum.

  • Fjölskylda hennar gekk meira en 1287 km til að sameinast hinum heilögu í Nauvoo. Þegar fætur þeirra blæddu, báðu þau um lækningu og Guð svaraði bænum þeirra.

  • Joseph Smith sagði að hún ætti mikla trú.

  • Jafnvel þó að hún hafi tekist á við mikið mótlæti, var hún trú fagnaðarerindinu allt sitt líf.

Parley P. Pratt

Ljósmynd
Parley P. Pratt

1807–1857

„Andi Drottins var yfir mér og ég vissi að … Mormónsbók væri sönn.“

Autobiography of Parley P. Pratt (1938), 38.

  • Þegar hann las Mormónsbók í fyrsta sinn, gat hann ekki hætt. Hann las hana allan daginn og alla nóttina.

  • Hann þjónaði í trúboði í Kanada, Englandi, Síle og á Kyrrahafseyjum.

  • Hann skrifaði sálma sem við syngjum í dag eins og „Lág var Jesú fæðing fyrr.“ (Sálmar, nr 70).

  • Hann var einn af fyrstu postulunum sem kallaðir voru í hinni endurreistu kirkju.

Ljósmynd
Friend, July 2021 Tier 2

Myndskreyting eftir Brooke Smart

Prenta