2021
Sáluhjálparáætlunin, borðleikur
Júlí/ágúst 2021


Sáluhjálparáætlunin, borðleikur

Friend, July 2021 Tier 2

Spilið þennan leik til að læra um áætlun himnesks föður. Notið baunir, smápeninga eða spilapeninga. Kastið tenging eða veljið tölu í hvert skipti og færið spilakallinn ykkar um jafnmörg skref. Þegar fyrsti leikmaðurinn fer fram hjá stjörnu lesið þá á blöðruna. Næst þegar einhver fer framhjá stjörnunni, gerið hreifingarnar.

  • Fortilvera: Við bjuggum með himneskum foreldrum okkar. Við völdum að fylgja Jesú Kristi og koma til jarðar.

    Syngið „Ég lifði á himnum“ Barnasöngbókin, Barnastjarnar 1988).

  • Jörð: Við komum til jarðar til að öðlast líkama, læra og vaxa. Við getum valið á milli þess góða og illa.

    Lesið Alma 34:32.

  • Friðþæging Krists: Jesús Kristur kom til jarðar og lifði fullkomnu lífii. Hann þekkir sársauka okkar. Hann friðþægði fyrir okkur svo við gætum iðrast.

    Syngið „Hann sendi soninn“ (Barnasöngbókin, 34).

  • Andaheimurinn: Eftir að við deyjum halda andar okkar áfram að lifa. Fólk sem lærði ekki um fagnaðarerindið á jörðu getur lært um það hérna.

    Lesið Alma 40:11.

  • Upprisa: Sökum þess að Jesús reis upp frá dauðum, getum við öll lifað á ný! Líkamar okkar og andar munu sameinast á ný.

    Syngið: „Reis Jesús upp?“ (Barnasöngbókin, 45).

  • Himneska ríkið: Sökum Jesú Krists getum við orðið eins og himneskur faðir okkar og lifað með fjölskyldum okkar að eilífu.

    Lesið Kenningu og sáttmála 76:70.