2021
Vera vinsamleg
Júlí/ágúst 2021


Frá Æðsta forsætisráðinu

Vera vinsamleg

Tekið úr „Foreldrar og börn,“ aðalráðstefna , október 2018.

Ljósmynd
a boy and a girl reading together

Ég þekki ungan mann sem var flóttamaður. Hópur ungs fólks stríddi honum fyrir að vera öðruvísi. Þau stríddu honum fyrir að tala annað tungumál. Það er himneskum föður ekki þóknanlegt að við séum óvinsamleg eða illkvittin við aðra. Það er óvinsamlegt að leggja aðra í einelti, að gera aðsúg að þeim eða hafna þeim.

Kæru börn, heimur okkar þarfnast góðvildar ykkar og kærleika. Sýnið hverju öðru vinsemd. Jesús kenndi okkur að breyta við aðra eins og við viljum að breytt sé við okkur. Þegar við gerum okkar besta við að sýna góðvild, komumst við nær honum,

Ef þið eruð óvinsamleg gagnvart einhverjum – einstaklingi eða hópi – ákveðið þá að breyta því núna. Hvetjið aðra til að breytast einnig.

Ég ber vitni um Jesú Krist, frelsara okkar, sem kenndi okkur að elska aðra eins og hann elskaði okkur. Ég bið þess að við munum gera svo.

Hvernig eignast á nýjan vin

Ljósmynd
Friend, July 2021 Tier 2

Hvernig sýnið þið einhverjum nýjum vinsemd. Hvað ef þau koma frá öðru landi? Setjið ykkar eigin hugmynd inn fyrir hvert skref.

  1. Brosið og segið halló.

    • „Hæ! Hvað heitir þú?“

    • „Mér finnst frábært að þú sért í námsbekknum okkar.“

    • ________________________________

  2. Hugsið um hvernig þeim gæti liðið:

    • Feimin af því að þau eiga enn enga vini eða tala annað tungumál.

    • Sorgmædd af því að þau sakna heimilis síns.

    • Áhyggjufull út af ______________________.

  3. Bjóðið þeim.

    • „Viltu leika við okkur?“

    • „Eigum við að sitja saman?“

    • ____________________________

  4. Verið vinsamleg og hjálpsöm.

    • „Ég get sýnt þér hvar við borðum hádegismat.“

    • „Þetta gerum við næst.“

    • _______________________________

  5. Lærið af þeim.

    • „Hver er uppáhalds leikurinn þinn?“

    • „Hvernig segir þú þetta á þínu tungumáli?“

    • _________________________________

  6. Ef þið sjáið að þeim sé sýnd óvinátta.

    • Talið máli þeirra.

    • Talið við þau eða leikið við þau.

    • ____________________________

Ljósmynd
Friend, July 2021 Tier 2

Myndskreyting Abby Carter.

Prenta