Leyndarmál og óvæntar uppákomur
Höfundur býr í Iowa, Bandaríkjunum.
Var það rétt að halda leyndarmál Kate?
„Andi Krists er gefinn hverjum manni, svo að hann megi þekkja gott frá illu“ (Móróní 7:16).
„Sjáðu!“ Kate tók upp krumpaða dúkkulísu af gólfinu í búðinni. „Hérna, settu þetta í vasann þinn.“
„Viltu að ég taki hana?“ spurði Maddy.
„Búðin getur ekki selt hana hvort sem er,“ sagði Kate. „Þeir henda henni hvort sem er í ruslið. Þetta er björgunaraðgerð. Við erum að bjarga dúkkulísunni“!
Kate brosti til Maddy. Maddy brosti á móti.
„Allt í lagi“ Maddy smeygði dúkkulísunni ofan í vasa sinn. Það var sérstakt að vera í björgunarleiðangri!
Samt, er þær gengu út úr búðinni var dúkkulísan eins og þungur steinn í vasa hennar. Átti svona tilfinning að fylgja björgunaraðgerð?
Þegar þær komu heim til Maddy, límdi Kate dúkkulísuna eins vel og hún gat og slétti úr henni.
„Hvernig föt ætti ég að búa til handa henni?“ spurði hún og tók upp vaxlit. „Hvað finnst þér um fallegan ballkjól?“
Maddy kinkaði áköf kolli. „Þá getum við sýnt mömmu minni hana!“
„Nei! Við getum ekki sagt neinum,“ sagði Kate. „Aldrei. Þetta er leyndarmálið okkar, allt í lagi? Lofaðu mér að þú segir ekki frá.“
„Aaa … Allt í lagi Ég lofa,“ sagði Maddy. „Af hverju getum við ekki sagt frá?“
„Ef þú segir frá verður mamma þín reið og kannski leyfir hún okkur ekki að leika saman aftur.“
„Af hverju ætti hún að verða reið?“ Spurði Maddy. Hún hafði slæma tilfinningu í maganum.
Kate lagði litinn niður. „Ef þú segir ekki frá skal ég leyfa þér að halda dúkkulísunni og öllum fötunum sem ég teikna fyrir hana.“
Nú vissi Maddy hvers vegna henni leið svona illa. „Við … stálum henni, ekki satt?“ hvíslaði hún.
„Heyrðu, þú ert sú sem tróðst henni í vasann þinn og laumaðir henni út úr búðinni.“
„Af því að þú sagðir mér að gera það!“
„Ég gerði það ekki.“ sagði Kate. „Ég ætla að fara heim áður en þú kemur mér í vandræði.“ Hún stóð upp og hljóp út um dyrnar.
Í því kom mamma inn í herbergið. „Af hverju fór Kate í svona miklum flýti?“ Hún sá dúkkulísuna í höndum Maddy. „Hvaðan kom þetta?“
Maddy beit í vörina á sér. Henni leið ekki vel með að halda einhverju leyndu frá mömmu. Hvað ef Kate hafði rétt fyrir sér og að mamma yrði reið?
Þessi óróleikatilfinning í maganum vildi ekki fara í burtu. Hún dró andann djúpt og glopraði allri sögunni út úr sér.
„Kate sagði mér að lofa að halda þessu leyndu,“ sagði hún. „Mér fannst það ekki rétt.“
Mamma sat við hliðina á henni á rúminu. „Oftast er rangt að halda einhverju leyndu. Sértstaklega ef þér er sagt að segja aldrei neinum. Hins vegar eru óvæntar uppákomur, eins og gjöf eða veisla, góður hlutur. Því er ætlað að veit öllum ánægju.“
Maddy kinkaði kolli. „Takk fyrir að verða mér ekki reið,“ sagði hún. „Kate sagði að þú yrðir það.“
Mamma faðmaði hana þétt að sér. „Ég er verulega stolt af þér fyrir að hlusta á heilagan anda og segja mér sannleikann.“
„Viltu keyra með mér í búðina og skila dúkkulísunni?“ spurði Maddy.
„Auðvitað!“ Mamma brosti. „Þegar við komum svo tilbaka, getur þú hjálpað mér að baka köku og koma pabba á óvart.“
Maddy hló. „Það er sannarlega eitthvað sem mér getur liðið vel með!“