2021
Te eða mangósafa?
Júlí/ágúst 2021


Te eða mangósafa?

Höfundur býr í Kaliforníu, Bandaríkjunum.

Þessi saga gerðist í Taívan.

„Hvers vegna vildirðu ekki te?“ Spurði Jiro.

„Gjör allt þitt rétt“ (Barnasöngbókin, 80).

Ljósmynd
two boys in school uniforms walking through a market

Chung gekk niður fjölfarna götu í Taívan. Jiro vinur hans gekk þétt við hlið hans. Fólk var allstaðar! Viðskiptavinir skoðuðu söluvarning, börn léku sér og fólk flýtti sér framhjá, talandi í símann. Chung hélt fast í skólatöskuna sína til að vera viss um að missa hana ekki.

„Ég trúi því ekki að skólaárið sé næstum búið!“ Sagði Chung hátt svo að Jiro gæti heyrt það.

„Ég veit! Ég er svo tilbúinn að klára skólann,“ sagði Jiro.

Chung og Jiro gengu framhjá básum sem seldu alls kyns matvörur. Drekaávexti og jarðaber. Kraumandi hveitibollur. Hnetuísvefjur. Heillandi ilmur var allstaðar! Eina sem Chung gat samt hugsað um var hvað honum fannst heitt og hann allur sveittur.

„Mér finnst ég vera í ofni!“ Sagði Chung.

„Mér líka,“ sagði Jiro. „Kaupum okkur eitthvað að drekka.“

Þeir gengu í áttina að básnum sem seldi litríka drykki.

Jiro dró upp smápening. „Tvö boba-te, takk fyrir.“

Chung vissi að teið var andstætt Vísdómsorðinu. „Mætti ég frekar fá mangósafa?“ spurði hann.

Jiro leit á Chung. Maginn í Chung fór í hnút. Hélt Jiro að hann væri skrítinn af því að hann fengi sér ekki te?

Konan rétti Jiro kalt boba-teið og Chung mangósafann. Svo gengu drengirnir aftur út á götuna í áttina heim til sín.

Jiro saup á drykknum sínum. „Hvers vegna vildirðu ekki te? Það er svo gott!“

Chung beit í vörina. „Uuu, ég drekk ekki te.“

„Hvers vegna ekki?“

Chung hugsaði hvernig hann gæti svarað spurningunni. Trúboðarnir höfðu kennt honum Vísdómsorðið. Í Barnafélaginu lærði hann að það hjálpaði honum að hafa heilagan anda með sér að halda Vísdómsorðið.

„Ég trúi á Guð og hann vill að ég hugsi vel um líkama minn. Hann biður okkur að drekka ekki te, kaffi eða áfengi,“ sagði Chung.

„Hvernig veist þú það?“ spurði Jiro.

„Ég lærði það í kirkju.“

Jiro saup aftur á drykknum sínum. „Það hljómar kjánalega. Þetta er bara te! Það skaðar þig ekki.

Chung fékk hnút í magann. Hvernig gæti hann fengið Jiro til að skilja þetta? Kannski gæti einhver útskýrt þetta fyrir Jiro í kirkju.

„Vilt þú koma í kirkju með mér einhvern tíma? Ég tilheyri Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Þú gætir lært um Guð og Jesú Krist.

Jiro hugsaði eitt augnablik. „Ég held ekki.“

„Allt í lagi,“ sagði Chung. Hann var smá sorgmæddur yfir því að Jiro vildi ekki koma með honum í kirkju. Hann var samt glaður að hafa miðlað vitnisburði sínum.

Í skólanum seinna í vikunni, bað kennari Chung, herra Lin, um athygli allra. „Á morgun er síðast kennsludagurinn. Af því að allir hafa unnið svo vel þetta árið, er ég með smá óvæntan glaðning. Við fáum öll boba-te!

Allur bekkurinn fagnaði. Allir nema Chung. Hann seig niður í sætið sitt. Það yrði enn erfiðara að segja kennaranum frá því að hann drykki ekki te, en að segja Jiro það. Öllum myndi finnast það skrítið, eins og Jiro hafði fundist.

Ljósmynd
boy raising his hand in class

Jiro rétti upp hönd. „Herra Lin? Chung drekkur ekki te. Það er hluti af trú hans. Gæti hann fengið mangósafa í staðinn?

Herra Lin snéri sér að Chung. „Er þetta rétt, Chung?“

Chung kinkaði kolli.

Herra Lin brosti. „Allt í lagi Ég skal panta safa fyrir þig í staðinn.“

Eftir skóla gengu Chung og Jiro saman heim. „Takk fyrir að gera þetta,“ sagði Chung.

Jiro brosti. „Þú ert vinur minn. Ef eitthvað er þér mikilvægt, er það mér mikilvægt.“

Ljósmynd
Friend, July 2021 Tier 2

Myndskreyting eftir Melissa Manwill

Prenta