2021
Vaha´i Tonga
Júlí/ágúst 2021


Brautryðjendur í öllum löndum

Vaha´i Tonga

Fordæmi í Tonga

Höfundarnir búa í Waikato, Nýja Sjálandi og Utah, Bandaríkjunum

Vaha´i hélt áfram að biðja og dag einn breyttist það.

Ljósmynd
A group of Tongan Young Men

Vaha´i kraup við rúm sitt til að segja bænir sínar. Það var fyrsta nóttin í heimavistarskólanum og hann deildi herbergi með mörgum öðrum drengjum. Engir þeirra voru meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu eins og hann.

„Kæri himneski faðir …“ byrjaði Vaha´i að biðja í hjarta sínu. Það var ekki auðvelt. Hinir drengirnir voru að tala og hlægja hátt.

„Hey, sjáið!“ hrópaði Akau, einn herbergisfélaga hans. „Hann er að biðja!“

Vaha´i ók sér til óþægilega. Hann vissi að Akau var að gera gys að honum. Hann þóttist samt ekki heyra í þeim. Hann þóttist samt ekki heyra í honum.

Þegar Vaha´i hafði fyrst kynnst fagnaðarerindinu höfðu amma hans og afi ekki verið mjög hrifin af kirkjunni heldur. Vaha´i hafði farið í Barnafélagið með föðurbróður sínum og vinum hans.

Þegar hann varð átta ára ákvað hann að láta skírast. Amma hans og afi voru ekki mjög ánægð í fyrstu. Þá sagði amma hans: „Héðan í frá ert þú meðlimur þessarar kirkju. Við viljum að þú verðir trúfastur.“

Nú þegar Vaha´i var í burtu í skóla, var hann ákveðinn að gera nákvæmlega það. Því hélt hann áfram að biðja. Jafnvel þegar hinir drengirnir gerðu gys að honum.

Kvöld eitt þegar Vaha´i kraup niður, heyrði hann nokkuð öðruvísi.

„Hey, hafið hljótt! Vaha´i er að biðja,“ sagði einhver.

Vaha´i lauk bæn sinni og opnaði augun.

Akau sat á rúminu hans. „Þetta skiptir þig miklu máli, er það ekki?“

Vaha´i kinkaði kolli. „Jú það gerir það.“

Eftir það höfðu drengirnir hljótt á meðan Vaha´i bað bænir sínar. Fljótlega fór Akau að krjúpa með honum. Aðrir drengir slógust líka í hópinn. Að lokum krupu allir drengirnir með Vaha´i í bæn á hverju kvöldi.

Vaha´i var glaður. Hann hafði aldrei haft fjölskyldubænir heima. Nú gat hann verið með fjölskyldubæn með skólafélögum sínum!

Dag einn fékk Vaha´i hugmynd. Stór kirkjusamkoma var framundan. Hann gæti boðið vinum sínum!

Eftir bænina sagði Vaha´i öllum frá samkomunni. „Það kallast umdæmisráðstefna,“ sagði hann. „Fólk kemur til að læra um Jesú. Þið getið allir komið ef þið viljið!“

Þar sem þeir myndu þurfa að yfirgefa skólann til að fara á samkomuna, urðu allir drengirnir að skrifa undir skjal til að fá leyfi. Vaha´i var hissa þegar hann sá blaðið. Það voru 77 nöfn á listanum!

Vaha´i hlýnaði um hjartarætur þar sem hann sat með skólafélögum sínum í mörgum röðum og hlustaði á ræðurnar á ráðstefnunni. Akau og sumum hinna hlýtur einnig að hafa hlýnað um hjartarætur. Í lok ráðstefnunnar langaði sjö þeirra að láta skírast.

Eftir bænina þetta kvöld með vinum sínum, sagði Vaha´i sjálfur eigin bæn. „Þakka þér fyrir að blessa mig með góðum vinum,“ sagði hann himneskum föður. „Og fyrir að hjálpa mér að vera gott fordæmi.“

Tonga samanstendur af um 170 eyjum í Kyrrahafinu.

Í dag eru sex af hverjum tíu í Tonga meðlimir kirkjunnar.

Tonga er einnig þekkt sem „Vináttueyjar.“

Vaha´i og eiginkona hans, Sela, voru fyrstu hjónin sem innsigluðust í Hamilton-musterinu á Nýja-Sjálandi.

Hann þjónaði sem forseti Nuku´alofa musterisins í Tonga.

Hann var kennari í Liahona skólanum, framhaldsskóla í eigu kirkjunar í Tonga.

Ljósmynd
Friend, July 2021 Tier 2

Myndskreyting eftir Susan Keeter.

Prenta