2021
Hin nýja uppskrift Winfred
Júlí/ágúst 2021


Hin nýja uppskrift Winfred

„Við lifðum eftir leiðum hamingjunnar“ (2. Nefí 5:27).

Hvað gæti Winfred sett í uppskriftina hennar?

Ljósmynd
girl praying

Winfred var að hjálpa Jajja (ömmu) að elda kvöldmat.

Nammi, mér finnst matoke góðar,“ sagði Jajja.

„Mér líka,“ sagði Winfred. „Þetta er ein af uppáhalds máltíðum mínum! Ég kann vel við grænu bananana. Líka paprikuna og tómatana. Það besta er samt í sósunni.“

„Það er vegna þess að sósan blandar öllum bragðefnunum saman í eitt,“ sagði Jajja.

Þær héldu áfram að skera niður grænmeti. Þá andvarpaði Winfred.

„Jajja“ sagði hún, „hvernig getur þú verið alltaf svona hamingjusöm?“

„Ég reyni það,“ sagði Jajja „en ég er ekki alltaf hamingjusöm. Sorgin er hluti af lífinu. Ert þú sorgmædd núna?“

Winfred kinkaði kolli. „Ég sakna Taata (pabba), vegna þess að hann vinnur svo langt í burtu. Ég sakna líka skólans, vegna þess að við getum ekki farið þangað núna. Ég sakna líka vina minna í kirkjunni.“

„Það er allt í lagi að vera sorgmæddur yfir þessum hlutum,” sagði Jajja. Lífið er ekki alltaf auðvelt. Þegar ég er samt sorgmædd, reyni ég að fylgja uppskriftinni minni að hamingju.“

„Uppskriftinni þinni?“

„Á sama hátt og ég á uppskrift að matoke, þá á ég uppskrift að hamingju. Stundum er sorgin of stór til að hún hverfi bara svona allt í einu. Oft finn ég að uppskriftin mín er nákvæmlega það sem mig vantar til að líða betur.“

„Hver er uppskriftin þín?“

Jajja brosti. „Af hverju reynir þú ekki að finna út þína eigin uppskrift? Svo getur þú sagt mér frá henni.“

Þetta kvöld vissi Winfred að himneskur faðir var að hlusta á bænirnar hennar. Hún gerði sér grein fyrir því að bænir gerðu hana glaða. Hún náði sér í blað og skrifaði: Uppskrift Winfred að hamingju.1. Biðjast fyrir. Því næst fór hún að sofa.

Næsta morgun las hún í Mormónsbók. Lestur ritninganna gerðu hana líka glaða. Hún náði í blaðið sitt og skrifaði, 2. Lesa ritningarnar. Því næst leit hún á ritningagreinina sem hún hafði opnað á: „Trúið á Krist“ (2. Nefí 33:10).

Winfred bætti við annarri athugasemd: 3. Hafa trú á Jesú Krist.

Winfred hugsaði um það hvað Jajja var góð að leyfa henni að koma í heimsókn. Winfred leitaði að Jajja og sagði: „Takk fyrir að leyfa mér að heimsækja þig.“

Það gerði Winfred glaða að segja þetta. Hún skrifaði aftur á blaðið sitt: 4. Vera þakklát.

Næst spurði Winfred nágranna sinn hvort að yngri börnin gætu komið út að leika. Hún kom með litlu systur sína, Milfred og litla bróður sinn Alfred. Þegar þau voru hætt að leika bauð hún börnunum að lesa með sér. Jajja skar niður vatnsmelónu fyrir alla til að njóta saman.

Seinna fór Winfred að heimsækja vinkonu sína, að nafni Happy. Saman vöskuðu þær upp fyrir móður Happy. Þær sópuðu síðan gólfið. Það var gaman að hjálpa.

Þegar kvöldaði hjálpaði Winfred systkinum sínum með heimanámið. Hún lærði stafrófið með Milfred. Hún hjálpaði Alfred með stærðfræði.

Það kvöld talaði Winfred við Jajja aftur.

„Mér líður mikið betur í dag! Ég held að ég hafi fundið mína uppskrift að hamingju.“

„Dásamlegt! Segðu mér,“ sagði Jajja.

„Uppskrift Winfred að hamingju,“ las hún upp „1. Bæn, 2. Lesa ritningarnar. 3. Hafa trú á Jesú Krist. 4. Vera þakklát.“

„Þetta er yndisleg uppskrift,“ sagði Jajja. „Ég held samt að þú hafir gleymt einhverju. Hvað var það meira sem gerði þig hamingjusama í dag?“

WInfred hugsaði sig um eitt augnablik. „Sko, ég hafði gaman að því að leika við litlu börnin. Að hjálpa Happy og móður hennar. Læra með Milfred og Alfred. Bíddu … þar kom það! Síðasta innihaldsefnið var að hjálpa öðrum.“

„Það er rétt,“ sagði Jajja. „Þjónusta við aðra er eins og sósan – hún blandar öllu góðu hlutunum í einn.“

„Það er góð uppskrift“ Winfred brosti breitt. „Mig langar að reyna þetta aftur á morgun.“

Þessi saga gerðist í Kampala, Úganda

Ljósmynd
Friend, July 2021 Tier 2

Myndskreyting eftir Hollie Hibbert

Prenta