2021
Þetta er Eta frá bandarísku Samóa
Júlí/ágúst 2021


Hjálparhendur um allan heim

Þetta er Eta frá bandarísku Samóa

Hittið Barnafélagsbörn sem hjálpa öðrum, eins og Jesús gerði.

girl jumping in air

Upplýsingar um Etu

Various Illustrations of Eta with her family - Jesus Christ - House - Purple Pencils - Fries - Math Equation

Aldur: 9 ára

Frá: bandarísku Samóa

Tungumál: Enska og að læra Samóamál

Fjölskylda: Mamma, pabbi, tveir bræður og ein systir

Markmið og draumar: 1) Fara í trúboð. 2) Giftast í musterinu. 3) Útskrifast úr háskóla. 4) Taka við bakaríi mömmu hennar.

Hjálpandi hendur Etu

two sisters baking together

Mamma Etu á sælkerabakarí á eyjunni þeirra. Eta og eldri systir hennar, Talai, hafa mjög gaman að því að gefa kennurum sínum og leiðtogum með sér og öðru fólki sem gæti átt erfitt. Stundum fara þær í bíltúr með mömmu sinni og gefa fólki sem þær sjá á götunni smákökur og annað góðgæti. Það gleður fólkið og það gleður Etu og Talai að gefa með sér. Það veitir þeim meiri gleði að deila mat úr bakaríinu með öðrum en að borða góðgætið sjálfar! Þær eru báðar að læra að baka þar sem það er eitt af markmiðum þeirra í Barna- og ungmennastarfinu þetta árið, svo þær eiga alltaf eitthvað til að gefa öðrum.

Eta segir: „Mér finnst gaman að deila með öðrum því það gleður þá og þá mig líka. Ég veit að það er það sem himneskur faðir vill að við gerum.“

Það sem Eta heldur upp á

Staður: Fjörupollar á eyjunni hennar, þar sem henni finnst gaman að synda.

Saga um Jesú: Þegar hann reis upp

Barnafélagssöngur: „Elskið alla, Jesú bauð“ (Barnasöngbókin, nr. 39).

Matur: Franskar kartöflur

Litur: Fjólublár

Fag í skóla: Stærðfræði

Friend, July 2021 Tier 2

Myndskreyting eftir Guy Francis