Barnavinur
Jesús Kristur lifir
Mars 2024


„Jesús Kristur lifir,“ Barnavinur, mars 2024, 2–3.

Frá Æðsta forsætisráðinu

Jesús Kristur lifir

Aðlagað úr „Svo andi hans sé ætíð með þeim,“ aðalráðstefna, apríl 2018; og „He is risen,“ Liahona, apríl, 2013, 4–5.

alt text

Þessi árstími hjálpar okkur að hugsa um fórn frelsarans og upprisu hans úr gröfinni.

Ég stóð eitt sinn með eiginkonu minni við gröf í Jerúsalem. Við sáum þar inni steinbekk við vegg.

Upp í huga minn kom þó önnur sviðsmynd. Ég hugsaði um Maríu við tóma gröfina. Hún grét, því frelsarinn hafði dáið. Hún vissi ekki hvar líkami hans væri.

Síðan „snýr hún sér við og sér Jesú standa þar. En hún vissi ekki að það var Jesús“ (Jóhannes 20:14). María taldi þetta vera grasgarðsvörðinn.

„Jesús segir við hana: ,María!‘“ (Jóhannes 20:16). Nú þekkti María hann. Hún vissi að hann var upprisinn.

Vegna þess að Jesús Kristur sigraði dauðann, munu öll börn himnesks föður rísa upp í líkama sem aldrei mun deyja.

Ég þakka himneskum föður okkar fyrir gjöf hans elskaða sonar. Ég er þakklátur fyrir að vita að hann friðþægði fyrir syndir okkar og reis upp frá dauðum. Ég ber vitni um að Jesús er hinn upprisni Kristur, frelsari okkar og okkar fullkomna fyrirmynd.

Páskasöguhjól

Klippið út hringina og setjið fyrsta hringinn ofan á hinn. Gerið gat í miðjuna og haldið þeim saman með teiknibólu eða málmnagla. Snúið síðan efri hringnum til að segja páskasöguna.

Páskasagan

  1. Jesús kom til Jerúsalem á pálmasunnudag (sjá Markús 11:7–11).

  2. Jesús gaf lærisveinum sínum sakramentið (sjá Matteus 26:26–28).

  3. Jesús baðst fyrir í Getsemanegarðinum (sjá Markús 14:32–36).

  4. Jesús dó fyrir okkur á krossinum (sjá Lúkas 23:46).

  5. Líkami hans lá í gröfinni í þrjá daga (sjá Matteus 27:59–64).

  6. Jesús lifir á ný. Og hann lifir í dag. (Sjá Matteus 28:6–9.)

PDF-saga

Myndskreyting: Alyssa Tallent