„Ávaxta-hlaupið,“ Barnavinur, mars 2024, 33
Skemmtisíða
Ávaxta-hlaupið
Hér er leikur sem þið getið leikið með vinum og fjölskyldu!
-
Gerið upphafslínu og endalínu. Veljið einn einstakling til að vera sá sem eltir.
-
Allir standa á upphafslínunni og velja ávöxt í leyni. Sá sem eltir stendur fyrir aftan upphafslínuna og snýr bakinu að hinum leikmönnunum.
-
Sá sem eltir segir nafn á ávexti.
-
Sá leikmaður sem valdi þann ávöxt hleypur að endalínunni. Sá sem eltir snýr sér við og reynir að klukka hann.
-
Hver sem er klukkaður þarf að elta næst!
Búa til máltíð
Í Vísdómsorðinu sagði Jesús okkur hvaða mat væri gott að borða. Lesið Kenningu og sáttmála 89:10–12, 14. Dragið síðan sumar af uppáhalds fæðutegundum ykkar á diskinn fyrir neðan!