Barnavinur
Eftirminnilegir páskar
Mars 2024


„Eftirminnilegir páskar,“ Barnavinur, mars 2024, 14–15.

Eftirminnilegir páskar

Jonas fann elsku Jesú er hann söng.

Þessi saga gerðist í Finnlandi.

Jonas hló er hann elti bræður sína fram í stofuna fyrir heimiliskvöld. Hann gat enn fundið lyktina af girnilega bakaða lambinu sem var í páskamatinn. Hann gat líka enn fundið bragðið af hinu sæta pasha, hefðbundnum páskaeftirrétti þeirra.

Eftir að fjölskyldan var sest í ró, stóð Tristan, eldri bróðir Jonasar, upp.

„Gleðilega páska!“ sagði Tristan. Hann hóf heimiliskvöldið þeirra með söng og bæn. Þá var kominn tími fyrir hina sérstöku tónlistardagskrá þeirra. Allir höfðu undirbúið söng um Jesú til að miðla hinum.

Tristan spilaði á gítar, sló vandlega á hvern streng. Þá spilaði Einar bróðir hans á píanóið. Fingur hans færðust fram og til baka um nóturnar. Mamma, pabbi og hinir bræður Jonasar spiluðu einnig lög. Jonas naut þess að hlusta á tónlist fjölskyldu sinnar.

Þá var röðin komin að Jonasi. Hann dró andann djúpt og hóf söng.

Ljósmynd
alt text

„Ég freistast þó stundum að ráða’ ekki rétt, en ég reyni’ að heyra hljóðu röddina’ er hvíslar: ‘Elskum hver annan sem elskaði hann.“*

Er Jonas söng, fylltist hjarta hans kærleika. Augu hans fylltust gleðitárum. Það var eins og heilagur andi væri að segja Jonasi að himneskur faðir og Jesús elskuðu hann.

„Takk fyrir öllsömul, fyrir að miðla hæfileikum ykkar,“ sagði pabbi. Hann hélt uppi mynd. Hún sýndi Jesú Krist krjúpandi í bæn við hlið trés. „Hver veit hvað er að gerast á þessari mynd?“

Jonas rétti upp hönd. „Þetta er Jesús að biðjast fyrir í Getsemane.“

Pabbi kinkaði kolli. „Já. Þar upplifði hann allar okkar sorgir og sársauka.“

„Hann fór í Getsemanegarðinn áður en hann dó,“ sagði mamma. „Eftir að hann dó, lifði hann á ný. Þetta er allt hluti af friðþægingu hans. Jesús gerði þetta allt, því hann elskar okkur.“

Mamma kveikti á myndbandi um fyrstu páskana. Þegar myndbandið endaði, voru allir hljóðir um stund. Jonas fann elsku himnesks föður og Jesú Krists á ný.

„Er nú kominn tími fyrir leikinn okkar?“ spurði Jonas.

Mamma stóð upp úr sófanum og fór í skápinn. „Já! Jonas, getur þú hjálpað mér?“

Jonas og mamma náðu í lím, skæri og fullt af kirkjutímaritum. Þau dreifðu úr þeim um gólfið. Þá afhenti mamma þeim öllum sérstöku páskadagbókina þeirra. „Búum til myndlist af Jesú Kristi í páskadagbókina.“

Ljósmynd
alt text

Jonas sat á gólfinu og opnaði stílabókina sína.

Pabbi tók upp penna til að skrifa í bókina sína. „Við hliðina á myndunum ykkar getið þið skrifað það sem þið munið gera til að fylgja himneskum föður og Jesú svo að þið getið orðið líkari þeim.“

Jonas fletti blaðsíðunum í einu tímaritana. Hann fann mynd af Jesú Kristi brosandi.

Jonas klippti myndina út og límdi hana mitt á dagbókarsíðuna sína. Hann hugsaði um allan þann kærleik sem hann hafði skynjað frá frelsaranum í dag. Síðan skrifaði hann: „Ég mun fylgja himneskum föður og Jesú með því að hlusta á pabba og mömmu og hjálpa til við heimilisstörfin. Ég mun elska bræður mína meira.“ Hann lyfti henni upp og sýndi mömmu. Hún las það sem hann hafði skrifað og brosti.

Jonas myndi minnast þessara páska lengi. Hann skynjaði elsku Jesú Krists þegar hann söng og lærði um hann. Hann fann líka elsku Jesú þegar hann reyndi að vera líkur honum.

Himneskur faðir og Jesús Kristur elskuðu Jonas í raun. Og Jonas elskaði þá líka.

Ljósmynd
PDF-saga

Myndskreyting: Steliyana Doneva

  • „Mig langar að líkjast Jesú“ (Barnasöngbókin, 40)

Prenta