„Hvað eru páskar?“ Barnavinur, mars 2024, 46–47.
Helstu trúarreglur
Hvað eru páskar?
Páskar eru sérstakur tími til að hugsa um Jesú Krist
Á páskum munum við að Jesús veit hvernig okkur líður. Hann upplifði sársauka okkar og sorgir.
Jesús dó á krossinum af því að hann elskar okkur. Líkami hans var settur í gröf.
Þremur dögum seinna var gröfin tóm. Jesús lifir á ný! Við köllum þetta upprisuna.
Sökum Jesú, munum við lifa aftur eftir dauða okkar. Við getum skynjað elsku frá himneskum föður og Jesú á hverjum degi, ekki bara á páskunum!