Barnavinur
Hænan og hænuungarnir
Mars 2024


„Hænan og hænuungarnir,“ Barnavinur, mars 2024, 4–5

Hænan og hænuungarnir

„Jesús talaði um þetta í ritningunum,“ sagði pabbi.

Þessi saga gerðist í Bandaríkjunum.

alt text

Fimm dúnmjúkir ungar horfðu upp til Clöru. Bí, bí, bí!

Snemma um vorið hafði fjölskylda Clöru keypt hænuunga til að annast. Í dag fékk hún að hjálpa pabba að fara með þá heim til að búa með hinum hænunum þeirra.

Vegurinn sem þau keyrðu eftir var ójafn. Clara hélt samt á kassanum með ungunum í fanginu. Hún klappaði einum þeirra mjúklega með fingurgómi. Hann var svo mjúkur!

Þegar Clara og pabbi komu heim fóru þau út í hænsnakofann í bakgarðinum. Hænsnakofinn var lítill skúr þar sem allar hænurnar bjuggu og gerðu hreiður sín.

„Hjá hvaða hænu ættum við að setja ungana?!“ spurði pabbi.

Clara horfði umhverfis sig. Ein hænan var að færa hálm í hrauk. Kannski myndi hálmurinn mynda huggulegt hreiður fyrir nýju ungana. Kannski gæti hún verið þeim góð móðir.

„Þessi,“ sagði Clara og benti á hænuna.

Pabbi lyfti unga varlega upp úr kassanum og setti hann niður hjá hænunni. Hænan leit á ungann. Hún lyfti væng sínum og skyndilega hvarf unginn!

„Hvert fór hann? Er allt í lagi með ungann?“ spurði Clara.

Pabbi kinkaði kolli. „Sjáðu!“

Unginn kíkti undan fjöðrum hænunnar.

„Af hverju gerði hænan þetta?“ spurði Clara.

„Til að vernda ungann,“ sagði pabbi. „Hún mun vernda hann og hlýja honum undir vængjum hennar.“

Clara hjálpaði pabba að setja hina ungana hjá nýju hænumömmunni. Hænan lyfti vængjum sínum til að safna þeim öllum saman.

„Þú veist að Jesús talaði um þetta í ritningunum,“ sagði pabbi.

„Í alvöru?“ spurði Clara. „Hvað sagði hann?“

„Ég skal sýna þér það.“

Clara og pabbi fóru inn í húsið. Pabbi náði í ritningarnar sínar. Því næst hóf hann að lesa.

„Hversu oft mun ég safna yður saman, eins og hæna safnar ungum sínum undir vængi sína, ef þér viljið iðrast og snúa til mín af einlægu hjarta.“*

Clara hugsaði um hvern og einn hænuungann undir vængjum hænunnar. „Þannig að Jesús safnar okkur saman eins og hænan færir alla ungana undir vængi sína?“ spurði Clara.

„Það er rétt,“ sagði pabbi. „Hann verndar okkur alveg eins og hænan verndar unga sína. En hann verndar okkur frá svo miklu meira en kuldanum. Hann veit þegar við erum sár, veik eða leið. Hann veitir okkur frið og huggun. Hann ann okkur.“

Næsta morgun gaf Clara hænunni og nýju ungunum hennar mat. Það fékk hana til að hugsa um ritninguna sem pabbi las. Hún brosti er hún hugsaði um Jesú. Hún vissi að hann elskaði hana og unni henni, eins og hænan unni ungum sínum.

PDF-saga

Myndskreyting: Assia Ieradi