„Jakob og Nefí sáu Jesú,“ Baranavinur, mars 2024, 26–27.
Sögur úr ritningunum
Jakob og Nefí sáu Jesú
Jakob var yngri bróðir Nefís. Hann fæddist eftir að fjölskylda þeirra yfirgaf Jerúsalem. Jakob kom til fyrirheitna landsins sem barn.
Jakob og Nefí sáu báðir Jesú. Þeir miðluðu fjölskyldum sínum vitnisburði sínum til að hjálpa þeim að læra um Jesú.
Þeir miðluðu einnig orðum spámannsins Jesaja. Jesaja hafði einnig séð Jesú og skrifaði um hann í ritningunum. Jakob og Nefí notuðu orð Jesaja úr ritningunum til að kenna fjölskyldum sínum um Jesú.
Þeir kenndu að Jesús myndi koma til jarðar. Hann myndi deyja og lifa á ný. Þeir miðluðu vitnisburði sínum um Jesú Krist svo að fjölskyldur þeirra gætu horft fram til komu hans.