Barnavinur
Janeelyn hættir að fletta
Mars 2024


„Janeelyn hættir að fletta,“ Barnavinur, mars 2024, 36–37.

Janeelyn hættir að fletta

Hana langaði mjög mikið að horfa á næsta myndband. Og það næsta. Og það næsta.

Þessi saga gerðist í Malasíu.

alt text

Janeelyn strauk þumlinum yfir símaskjáinn. Myndböndin þutu fram hjá. Hún stoppaði til að horfa á eitt, strauk síðan áfram. Síðan stoppaði hún á næsta myndbandi. Það var með mjög ljótan munnsöfnuð, en það var fyndið svo hún hélt áfram að horfa. Hélt síðan áfram að fletta.

„Janeelyn! Viltu koma að teikna?“ Yngri systir hennar Jojo veifaði blaði.

Janeelyn leit upp. „Ekki núna.“

„Allt í lagi.“ Jojo gretti sig og setti blaðið niður.

Fletta. Fletta. Fletta. Myndbönd af sætum dýrum. Myndbönd af frægu fólki. Myndbönd af börnum að dansa. Síðan nokkur myndbönd sem Janeelyn vissu að væri ekki gott að horfa á. Allt í lagi, kannski fleiri en nokkur. Janeelyn fór að finnast að kannski ætti hún að hætta að horfa á þau.

En fólk setti oft líka góða hluti inn, hugsaði hún. Hún hafði jafnvel lært nýjar leiðir til að teikna af nokkrum myndböndum.

„Janeelyn,“ kallaði mamma.

„Hmm?“ Janeelyn leit ekki einu sinni upp í þetta sinn.

„Við erum með steikt hrísgrjón með sjávarréttum í kvöld,“ sagði mamma. „Viltu hjálpa mér að búa það til?“

Janeelyn elskaði steikt hrísgrjón með sjávarréttum. Hún vildi samt ekki standa á fætur alveg strax.

„Get ég ekki bara lagt á borðið?“ spurði hún. „Ég get líka hjálpað til með diskana á eftir.“

„Það er í lagi,“ sagði mamma. „En þú þarft að leggja á borð um leið og ég bið þig um það. Þá er kominn tími til að skila símanum. Sammála?“

„Sammála,“ sagði Janeelyn.

Janeelyn hélt áfram að horfa á myndbönd. Aftur fannst henni að hún ætti ekki að vera að horfa á þau. Hana langaði samt mjög mikið að horfa á næsta myndband. Og það næsta. Og það næsta. Fletta. Fletta. Það var erfitt að hætta!

Að lokum setti Janeelyn símann niður. Jæja, kannski gæti hún bara klárað að horfa á eitt myndband í viðbót. …

Nei, sagði Janeelyn við sig sjálfa, ákveðin. Heilagur andi hafði hvatt hana og hana langaði til að hlusta. Hönd hennar hékk rétt yfir símanum. Þetta var svo freistandi! Janeelyn kreisti aftur augun.

Himneskur faðir, bað hún í hljóði. Ég er að reyna mjög mikið að hlusta á heilagan anda, en ég þarf hjálp. Mig langar að hætta að horfa á þessi myndbönd en ég veit ekki alveg hvernig. Í nafni Jesú Krists, amen.

Þá kallaði mamma á hana til að leggja á borðið. Janeelyn hoppaði upp og brosti. Þetta var ein leið til að hjálpa henni að hætta í símanum.

Janeelyn setti diska á borðið. „Mamma, ég sá nokkra ljóta hluti á símanum,“ missti hún út úr sér.

Mamma leit upp frá eldamennskunni. „Hvernig hluti?“

„Bara, ljót orð og ljót myndbönd.“ Janeelyn yppti öxlum. „En þau voru ekki öll ljót.“

„Hvað gerðirðu þegar þú sást ljóta hluti?“ spurði mamma.

Janeelyn var hljóð í smá stund. Hún setti glas við hvern disk.

„Ég hélt áfram að horfa,“ sagði hún. „Ég veit ekki af hverju. En heilagur andi sagði mér að hætta, svo ég sagði bæn og bað um hjálp.“

Mamma setti rjúkandi fat af steiktum hrísgrjónum með sjávarréttum á borðið. „Stundum er mjög erfitt að hætta að gera hluti, jafnvel þegar við vitum að þeir eru slæmir,“ sagði hún. „Þegar það gerist er það besta sem við getum gert að biðja.“

Janeelyn brosti. „Svo ég gerði það sem rétt var.“

„Sannarlega.“ Mamma rétti Janeelyn skeiðar til að setja á borðið. „Internetið er ekki alslæmt. Það getur hjálpað okkur að tengjast vinum okkar og miðla hugmyndum. Það getur líka verið erfitt að halda sér frá öllum slæmu hlutunum. Héðan í frá, ef þú ætlar að horfa á myndbönd, horfum þá bara á þau saman. Þannig getum við pabbi þinn hjálpað þér ef þú sérð eitthvað slæmt.“

Janeelyn kinkaði kolli. Næst ætlaði hún að horfa á myndbönd með mömmu og pabba. Þar til þá var margt skemmtilegt hægt að gera án símans.

„Viltu láta alla vita að það sé kominn matur?“ spurði mamma.

„Jamm!“ Eftir matinn ætla ég svo að teikna með Jojo!“

alt text
PDF-saga

Myndskreyting: Mitch Miller