„Páskaliljuföndur,“ Barnavinur, mars 2024, 17.
Skemmtisíða
Páskaliljuföndur
Páskaliljur geta hjálpað okkur að minnast upprisu Jesú Krists. Liljulaukar vaxa í jörðunni í langan tíma áður en þeir blómstra á vorin. Eftir að Jesús dó, var líkami hans lagður í gröf. Þremur dögum síðar, lifði hann á ný!
Búið til ykkar eigin páskaliljur með því að fylgja þessum þrepum.
-
Dragið línu meðfram opnum lófa ykkar á blað og klippið út.
-
Vefjið það saman í keilulagað mót og límið saman. Skiljið eftir smá gat á botninum.
-
Vefjið hvern fingur utan um blýant.
-
Stingið priki í gegnum gatið á blóminu ykkar til að gera stöngul. Límið síðan blómið á prikið. Valkvætt: Málið efri hluta priksins gulan og neðri hlutann grænan. Bætið síðan við pappírslaufum.