„Kom, fylg mér – Verkefni,“ Barnavinur, mars 2024, 28–29.
Kom, fylg mér – Verkefni
Fyrir heimiliskvöld eða ritningarnám – eða bara til ánægju!
26. febrúar–3. mars
Pappírsmusteri
Fyrir 2. Nefí 11–19
Jesaja kenndi að musteri séu sérstakir staðir þar sem við lærum um himneskan föður og Jesú Krist (sjá 2. Nefí 12:3). Búið til ykkar eigið musteri! Brjótið blað saman í þrjá jafna hluta. Klippið einn endann í þríhyrning. Breiðið úr blaðinu og teiknið ykkur sjálf í miðjuna.
4.–10. mars
Syngjandi vitnisburðir
Fyrir 2. Nefí 20–25
Jesaja miðlaði vitnisburði sínum um Jesú Krist. Hann sagði að Jesús væri styrkur hans og lofsöngur (sjá 2. Nefí 22:2). Hvaða lög um Jesú kunnið þið vel við? Talið um það hvers vegna þið elskið þau. Syngið þau síðan saman!
11.–17. mars
Orð á orð ofan Sögustund
Fyrir 2. Nefí 26–30
Himneskur faðir hjálpar okkur að læra „orð á orð ofan,“ eða smátt og smátt (2. Nefí 28:30). Segið frá uppáhalds ritningarsögu saman, eina línu í einu! Hver og einn skiptist á og fer með eina setningu í sögunni þar til sögunni lýkur.
18.–24. mars
Skref til að fylgja Jesú
Fyrir 2. Nefí 31–33
Nefí kenndi að við fylgjum Jesú Kristi þegar við höfum trú á hann, iðrumst, skírumst og meðtökum heilagan anda og stöndumst allt til enda (sjá 2. Nefí 31). Skrifið hvert skref á mismunandi blöð, dreifið þeim síðan um gólfið. Ein persóna lokar augum sínum og telur upp á 10 á meðan allir aðrir stíga á blað. Sá sem telur segir þá eitt af skrefunum til að fylgja Jesú. Sá sem stendur á því blaði, telur næst.
25.–31. mars
Páskaliljur
Fyrir páska
Vegna Jesú Krists, munum við lifa á ný eftir að við deyjum (sjá Alma 40:22–25). Búið til páskaliljuföndur á bls. 17. Setjið liljurnar ykkar þar sem fjölskylda ykkar getur séð þær til að hjálpa ykkur að minnast frelsarans þessa viku.