2021
Helga Drottni tíma
Nóvember 2021


„Helgið Drottni tíma,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Sunnudagssíðdegi

Helga Drottni tíma

Útdráttur

hirðar

Raddir heimsins eru margar og ráðandi og þrýstingurinn mikill. Of margar raddir eru þó blekkjandi og lokkandi og geta dregið okkur út af sáttmálsveginum. Til að forðast óhjákvæmilega mikinn harm því fylgjandi, bið ég ykkur í dag að sporna gegn tálbeitum heimsins, með því að helga Drottni tíma í lífi ykkar – dag hvern.

Ef flestar upplýsingar ykkar eru frá samfélagsmiðlum eða öðrum miðlum, mun það draga úr hæfni ykkar til að heyra lágværa rödd andans. Ef þið eruð ekki líka að leita Drottins með daglegri bæn og trúarnámi, verðið þið berskjölduð gagnvart heimspeki sem getur verið forvitnileg en er ekki sönn. Jafnvel hinir heilögu sem eru trúfastir á öðrum sviðum, geta látið blekkjast af stöðugum takti hljómsveitar Babýlon.

Kæru bræður og systur, ég sárbið ykkur að helga Drottni tíma. Tryggið ykkar eigin andlegu undirstöðu, svo hún fái staðist tímans tönn, með því að gera það sem gerir heilögum anda kleift að vera ætíð með ykkur. …

Ekkert laðar andann meira að en einbeitt auglit á Jesú Krist. Talið um Krist, fagnið í Kristi, endurnærist á orðum Krists og sækið fram staðföst í Kristi. Megi hvíldardagurinn veita ykkur gleði, er þið tilbiðjið hann, meðtakið sakramentið og haldið dag hans heilagan.

Eins og ég lagði áherslu á í morgun, helgið Drottni tíma í hans heilaga húsi. …

Hann mun leiða ykkur í ykkar persónulega lífi, ef þið helgið honum tíma í lífi ykkar – hvern einasta dag.