2021
Ég bið þess að hann noti okkur
Nóvember 2021


„Ég bið þess að hann noti okkur,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Kvöldhluti laugardags

Ég bið þess að hann noti okkur

Útdráttur

Ljósmynd
fatahrúga

Kirkja Jesú Krists er undir guðlegri skipan að annast hina fátæku. Þetta er einn af stólpum starfs sáluhjálpar og upphafningar. …

Kirkjan bregst við þessari köllun á fjölbreyttan hátt, þar með talið með:

  • Hirðisþjónustunni sem við innum af hendi í gegnum Líknarfélagið, prestdæmissveitir og kennslustundir;

  • föstu og notkun föstufórna;

  • velferðarbóndabæjum og niðursuðuverksmiðjum;

  • móttökumiðstöðvum fyrir innflytjendur;

  • þjónustustarfi fyrir fanga;

  • hjálparstarfi kirkjunnar;

  • og JustServe smáforritinu, þar sem það er fáanlegt, sem tengir sjálfboðaliða við þjónustutækifæri.

Jafnvel þó að hin rúmlega 1.500 Kóvid-19 verkefni væru sannarlega aðaláhersla hjálparstarfs kirkjunnar síðustu 18 mánuðina, þá tók kirkjan einnig þátt í 933 verkefnum tengdum náttúruhamförum og flóttamannavanda í 108 löndum. …

Öldungur Jeffrey R. Holland sagði eitt sinn, þegar hann talaði um hjálparstarf kirkjunnar: „Bænum er oftast svarað … með því að Guð notar annað fólk. Ég bið þess þó að hann noti okkur“ [„Neonatal Resuscitation with Elder Holland“ (myndband), The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, 10. nóv. 2011, youtube.com]. …

Bræður og systur, þið hafið verið svarið við svo mörgum bænum í gegnum hirðisþjónustu ykkar, fórnargjafir, tíma og kærleika. Samt er svo mikið meira sem þarf að gera. Sem skírðir meðlimir kirkjunnar erum við undir sáttmála að annast hina þurfandi. Einstaklingsframtak okkar þarf ekki endilega að krefjast peninga eða fjarlægra staðsetninga; það þarf hins vegar leiðsögn heilags anda og viljugt hjarta til að segja við Drottinn: „Hér er ég, send þú mig“ [Jesaja 6:8].

Prenta