„Dagleg lagfæring,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.
Sunnudagsmorgunn
Dagleg lagfæring
Útdráttur
Er ekki áhugavert hvernig litlir, að því er virðist ómerkilegir þættir, geta haft mikil áhrif á líf okkar? …
Flestar breytingar í andlegu lífi okkar – bæði jákvæðar og neikvæðar – gerast smám saman, skref fyrir skref. …
Við [höfum] sýnileg kennileiti sem við getum notað til að kanna stefnu okkar.
Hver eru svo þessi kennileiti?
Vissulega eru þar á meðal dagleg bæn og ígrundun ritninganna og að nota innblásin verkfæri eins og Kom, fylg mér. Við getum dag hvern nálgast hásæti Guðs af auðmýkt og heiðarleika. Við getum ígrundað verk okkar og metið stundir dagsins – hugleitt vilja okkar og þrár í hans ljósi. …
Hugsið þær sem ykkar persónulegu, daglegu lagfæringu. Á ferð okkar sem pílagrímar á vegi dýrðar, vitum við hve auðvelt er að villast af leið. Líkt og smávægileg frávik geta leitt okkur út af vegi frelsarans, svo og geta smávægilegar leiðréttingar vissulega leitt okkur inn á hann aftur. …
Við getum stýrt okkur út úr myrkri og raunum þessa lífs og fundið leiðina aftur til okkar kærleiksríka föður á himnum, ef við leitum hinna andlegu kennileita sem hann hefur séð okkur fyrir, meðtökum persónulega opinberun og keppum að daglegri lagfæringu. Á þennan hátt verðum við sannir lærisveinar okkar ástkæra frelsara, Jesú Krists.