2021
„Elskar þú mig meira en þessir?“
Nóvember 2021


„Elskar þú mig meira en þessir?,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Kvöldhluti laugardags

„Elskar þú mig meira en þessir?“

Útdráttur

Ljósmynd
hnöttur

Vitið þið til hvers Jesús var að vísa þegar hann spurði Pétur: „Elskar þú mig meira en þessir?“ [Jóhannes 21:15]. …

Veitir það sem heimsins er okkur þá gleði, hamingju og frið sem frelsarinn bauð lærisveinum sínum og sem hann býður okkur? Aðeins hann getur veitt okkur sanna gleði, hamingju og frið ef við elskum hann og lifum eftir kenningum hans. …

Þegar við skiljum fyllstu merkingu þessarar spurningar, getum við orðið betri fjölskyldumeðlimir, náungar, borgarar, kirkjumeðlimir og synir og dætur Guðs. …

Himneskur faðir elskaði okkur svo heitt að hann gerði áætlun sáluhjálpar, með frelsarann sem þungamiðju. …

Við þurfum að trúa á Jesú og á sæluáætlun Guðs. Að trúa, er að elska og fylgja frelsara okkar og halda boðorðin, jafnvel mitt í þrautum og þrengingum. …

Við megum ekki glata elsku okkar til og von okkar á Jesú, jafnvel þótt áskoranir okkar virðast yfirþyrmandi. Himneskur faðir og Jesús Kristur munu aldrei gleyma okkur. Þeir elska okkur. …

Við verðum stöðugt að hafa hugfast að sönn hamingja er háð sambandi okkar við Guð, við Jesú Krist, og við hvert annað.

Ein leið til að sýna elsku okkar, er með því að gera litla hluti með fjölskyldu, vinum og samferðafólki, til að þjóna hvert öðru betur. Gera það sem gerir þennan heim að betri stað.

Hvað getið þið gert til að sýna að þið elskið Drottin fyrst?

Prenta