2021
Komið til Krists og ekki koma einsömul
Nóvember 2021


„Komið til Krists og ekki koma einsömul,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Laugardagsmorgunn

Komið til Krists og ekki koma einsömul

Útdráttur

Ljósmynd
Jesús Kristur

Hafið þið einhvern tíma haft þessa leitandi tilfinningu, velt því fyrir ykkur hvort himneskur faðir þekki ykkur og hvort hann þarfnist ykkar? Kæru ungmenni og allir aðrir, ég ber því vitni að svarið er ! Drottinn er með áætlun fyrir okkur! Hann hefur undirbúið ykkur fyrir þessa tíma, nákvæmlega núna, til að vera styrkur og kraftur til góðs í hans mikla verki. Við þörfnumst ykkar! Það verður hreinlega ekki eins stórfenglegt án ykkar! …

Komið til Krists. Komið núna, en ekki koma ein! …

Munið að besta leiðin fyrir ykkur til að bæta heiminn er að undirbúa heiminn fyrir Krist, með því að bjóða öllum að fylgja honum. …

Hann þekkir þjáningar okkar líka og kallar: Komið með alla þá sem eru kvíðnir eða þunglyndir, örmagna, drambsamir og misskildir, einmanna eða þá sem „eru þjáðir á einhvern hátt.“

Hvern munið þið færa til Krists? Hvern munið þið koma með? …

Stúlkur og piltar, hefjist handa núna, á heimilum ykkar. …

Hve dásamlegir tímar til að starfa af kappi fyrir málstað Krists.

Já, þið eruð hér fyrir eitthvað stórfenglegt. Ég tek undir með Nelson forseta, sem sagði: „Drottinn þarf ykkur til að breyta heiminum. Er þið meðtakið og fylgið vilja hans fyrir ykkur, munið þið sjá ykkur sjálf áorka því ómögulega!“ [Russell M. Nelson, Accomplishing the Impossible: What God Does, What We Can Do (2015), 147].

Prenta