2021
Þörfin fyrir kirkju
Nóvember 2021


„Þörfin fyrir kirkju,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Laugardagsmorgunn

Þörfin fyrir kirkju

Útdráttur

Ljósmynd
fólk við musteri

Í dag varðar boðskapur minn slíkt gott og trúarlega sinnað fólk sem hefur hætt að sækja eða taka þátt í kirkjum sínum. Þegar ég segi „kirkjur,“ þá á ég líka við bænahús, moskur eða önnur trúfélög. Við höfum áhyggjur af því að aðsókn á alla þessa staði hefur minnkað verulega á landsvísu. …

Kirkjusókn og kirkjuvirkni hjálpar okkur að verða betra fólk og hafa betri áhrif á líf annarra. …

Í kirkju eigum við samfélag við yndislegt fólk sem vinnur að því að þjóna Guði. Það minnir okkur á að við erum ekki ein í trúarlegum verkum okkar. Við þörfnumst öll samfélags við aðra og kirkjusamfélög eru sum hver meðal þeirra bestu sem við eigum völ á. …

Meðlimir sem sleppa því að mæta í kirkju og reiða sig aðeins á eigið andríki, aðskilja sig frá þessum mikilvægu þáttum fagnaðarerindisins: krafti og blessunum prestdæmisins, fyllingu hinnar endurreistu kenningar og hvatningunni og tækifærunum til að beita þeirri kenningu. …

Auk þess að finna frið og gleði í samfélagi við andann, þá njóta þeir meðlimir sem sækja kirkju, ávaxta þess að lifa samkvæmt fagnaðarerindinu, blessanir eins og að lifa eftir Vísdómsorðinu, og veraldlegan og andlegan ávinning af því að lifa eftir tíundarlögmálinu. …

Fylling kenningarinnar og frelsandi og upphefjandi helgiathafnirnar eru einungis fáanlegar í hinni endurreistu kirkju.

Prenta