„Bjóðið Kristi að vera höfundur sögu ykkar,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.
Sunnudagsmorgunn
Bjóðið Kristi að vera höfundur sögu ykkar
Útdráttur
Ég ber vitni um að frelsarinn er „[höfundur og fullkomnari] trúar okkar“ [Hebreabréfið 12:2]. Munið þið bjóða honum að vera höfundur og fullkomnari sögu ykkar? …
Hið göfuga lögmál sjálfræðis leyfir okkur að sjálfsögðu að skrifa okkar eigin sögur – Davíð hefði getað farið heim, til að annast áfram sauðféð. Jesús Kristur er samt fús til að nota okkur sem guðleg verkfæri sín, beitta penna í hönd sinni, til að rita meistaraverk! …
Það að láta Guð ríkja, að láta hann vera höfund og fullkomnara sögu okkar, krefst þess að við höldum borðorð hans og þá sáttmála sem við gerum. Það sem heldur samskiptarásinni opinni til að meðtaka opinberanir frá heilögum anda, er að halda boðorðin og sáttmálana okkar. Það er einnig með staðfestingu andans sem við finnum hönd meistarans rita sögu okkar með okkur. …
Hvers vegna viljum við að frelsarinn sé höfundur og fullkomnari sögu okkar? Vegna þess að hann þekkir möguleika okkar fullkomlega, hann mun fara með okkur á staði sem við hefðum ekki getað ímyndað okkur sjálf. Hann kann að gera okkur að Davíð eða Ester. Hann mun fegra okkur og fága til að verða líkari sér. Það sem við munum áorka þegar við látum reyna meira á trúna er aukin trú á Jesú Krist. …
Við verðum dæmd eftir okkar eigin lífsins bók. Við getum valið að skrifa þægilega frásögn fyrir okkur sjálf. Við getum líka leyft meistarahöfundinum og fullkomnara sögunnar að skrifa söguna með okkur og leyft því hlutverki sem hann ætlar okkur að vera í forgangi alls annars metnaðar.
Leyfið að Kristur verði höfundur og fullkomnari sögu ykkar.